Sport

Dagskráin í dag: Olís-deildin heldur áfram og Seinni bylgjan leysir landfestar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Afturelding tekur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Olís-deildar karla í kvöld.
Afturelding tekur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Olís-deildar karla í kvöld. Vísir/Bára

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar í dag. Þrjár þeirra koma úr heimi golfsins og hinar tvær snúa að Olís-deild karla í handbolta.

Stöð 2 Golf hefur leik klukkan 11:30 mep beinni útsendingu frá Dutch Open, en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Írinn Niall Kearney leiðir eftir fyrsta dag á sjö höggum undir pari, einu höggi á undan næstu mönnum.

Klukkan 19:00hefst bein útsending frá öðrum degi Cambia Portland Classic á LPGA mótaröðinni á Stöð 2 Golf, en klukkan 22:00 er það Fortinet Championship sem að lokar golfdeginum á sömu rás.

Olís-deild karla er farin af stað og í kvöld er einn leikur á dagskrá þegar að Afturelding tekur á móti Stjörnunni klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Að leik loknum tekur Seinni bylgjan við þar sem að Stefán Árni Pálsson fær handboltasérfræðinga með sér í lið og fer yfir allt það helsta úr leikjum umferðarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.