Orðið lengsta gos aldarinnar: „Það má bara búast við öllu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. september 2021 11:54 Frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Það hefur nú varað í nærri sex mánuði eða 181 dag. Vísir/vilhelm Eldgosið í Fagradalsfjalli varð í dag langlífasta eldgos á Íslandi á 21. öldinni en gosið hefur nú staðið í 181 dag. Eldgosið í Fagradalsfjalli er þar með orðið langlífara en eldgosið í Holuhrauni sem varði 180 daga. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands fjallar um þetta á facebook síðu sinni en þar er sagt að Surtseyjareldar séu almennt taldir langlífasta eldgos Íslandssögunnar. Eldgosið þar stóð yfir með hléum frá nóvember 1963 fram í júní 1967. Gosið hefur dregið að fjölda ferðamanna, en yfir 300.000 manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum. Þessi hópur var á ferð við gosstöðvarnar í gær.Vísir/Egill Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið komi til með að vara. „Það má bara búast við öllu. Að þetta haldi áfram eins og hefur verið og það er ógjörningur að spá fyrir um það hversu lengi það varir og það hefur sýnt mikinn breytileika.“ Eldgosið og svæðið allt hefur tekið miklum breytingum á þessu nærri sex mánuðum. Fólk notar ýmsar leiðir til að komast að gosinu.Vísir/Egill „Við höfum séð það renna í nokkrar vikur einungis ofan í Meradali. Síðan þetta níu daga hlé sem að var á því og svo hófst það aftur með krafti og þá flæddi ofan í Geldingadali sjálfa þar sem gosið hófst 19. mars. og 14. september þá rann það til norðurs að gígnum sem að opnaðist annan í páskum og svo daginn eftir þá fór það til suðurs og vesturs. Þannig að þetta er síbreytilegt og það besta sem við getum gert það er að fylgjast með og svo bregðast við svona stærri hraunrennslum eins og við sáum í gær,“ segir Björn. Bannað er að stíga út á hraunið þar sem slíkt getur verið hættulegt. Sumir ferðamenn láta það samt ekki stoppa sig og björgunarsveitarfólk hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af þeim.Vísir/Egill Í gær voru starfsmenn Eflu að skoða leiðigarða sem reistir voru til að reyna að verja Suðurstrandaveg. „Þessi leiðigarður hélt. Hann er sem sagt gerður þannig að beina hrauninu hingað inn í Nátthaga í staðinn fyrir inn í Nátthagakrika og það er alveg ljóst að hann hélt núna í þetta skiptið,“ segir Einar Sindri Ólafsson jarðfræðingur hjá Eflu. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48 Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Eldgosið í Fagradalsfjalli er þar með orðið langlífara en eldgosið í Holuhrauni sem varði 180 daga. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands fjallar um þetta á facebook síðu sinni en þar er sagt að Surtseyjareldar séu almennt taldir langlífasta eldgos Íslandssögunnar. Eldgosið þar stóð yfir með hléum frá nóvember 1963 fram í júní 1967. Gosið hefur dregið að fjölda ferðamanna, en yfir 300.000 manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum. Þessi hópur var á ferð við gosstöðvarnar í gær.Vísir/Egill Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið komi til með að vara. „Það má bara búast við öllu. Að þetta haldi áfram eins og hefur verið og það er ógjörningur að spá fyrir um það hversu lengi það varir og það hefur sýnt mikinn breytileika.“ Eldgosið og svæðið allt hefur tekið miklum breytingum á þessu nærri sex mánuðum. Fólk notar ýmsar leiðir til að komast að gosinu.Vísir/Egill „Við höfum séð það renna í nokkrar vikur einungis ofan í Meradali. Síðan þetta níu daga hlé sem að var á því og svo hófst það aftur með krafti og þá flæddi ofan í Geldingadali sjálfa þar sem gosið hófst 19. mars. og 14. september þá rann það til norðurs að gígnum sem að opnaðist annan í páskum og svo daginn eftir þá fór það til suðurs og vesturs. Þannig að þetta er síbreytilegt og það besta sem við getum gert það er að fylgjast með og svo bregðast við svona stærri hraunrennslum eins og við sáum í gær,“ segir Björn. Bannað er að stíga út á hraunið þar sem slíkt getur verið hættulegt. Sumir ferðamenn láta það samt ekki stoppa sig og björgunarsveitarfólk hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af þeim.Vísir/Egill Í gær voru starfsmenn Eflu að skoða leiðigarða sem reistir voru til að reyna að verja Suðurstrandaveg. „Þessi leiðigarður hélt. Hann er sem sagt gerður þannig að beina hrauninu hingað inn í Nátthaga í staðinn fyrir inn í Nátthagakrika og það er alveg ljóst að hann hélt núna í þetta skiptið,“ segir Einar Sindri Ólafsson jarðfræðingur hjá Eflu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48 Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22 Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 15. september 2021 19:48
Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. 15. september 2021 11:22
Gos hafið í Geldingadal Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45
Íslendingar missa sig yfir eldgosinu á samfélagsmiðlunum Eldgos er hafið í Fagradalsfjalli á Reykjanesi og eðlilega er Ísland á hliðinni. Margir hverjir liggja á vefmiðlunum og tjá sig á samfélagsmiðlum. 19. mars 2021 23:05