Að læra að kenna Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Elín H. Hinriksdóttir skrifa 16. september 2021 07:01 Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur krafa um breyttar áherslur í kennslu orðið sífellt háværari. Ýmislegt hefur breyst á síðastliðnum árum, í auknum mæli sækja kennarar sér endurmenntun og gera margir hverjir sitt allra besta til að koma til móts við kröfur sem á kennara eru lagðar. Kröfur sem snúast um kennslu og kennsluaðferðir með því augnamiði að koma til móts við alla nemendur hvar sem þeir eru staddir. Umræðan helgast að mörgu leiti um aukna ábyrgð skólans og um leið þá kröfu samfélagsins að skólarnir taki að sér stærra hlutverk í uppeldi barna. Sér í lagi þegar eitthvað bjátar á í samfélaginu. Hér má sem dæmi nefna kennslu í fjármálalæsi sem sett var inn í námskrá eftir efnahagshrunið. Hér er hreint ekki verið að gagnrýna þann tiltekna lið enda nauðsynleg fræðsla nú á tímum. Aftur á móti má velta fyrir sér forgangsröðuninni. Er kannski eitthvað í núverandi námi sem skiptir minna máli og mætti ef til vill missa sín. Þurfa t.d. allir að kunna tengiskrift, algebru eða orðflokkagreiningu? Er ekki nær að kenna börnum að fóta sig í samfélagi nútímans, aðstoða þau við að efla styrkleika sína og mæta þeim af skilningi og umburðarlyndi. Það er allra hagur að lögð sé aukin áhersla á að kenna og þjálfa kennaranema í að takast á við raunverulegar aðstæður í kennslustofunni. Með auknum kröfum er nauðsynlegt að undirbúa þá sem allra best og gera um leið kleift að takast á við þau flóknu verkefni sem sinna þarf innan veggja skólans. Eru menntastofnanir sem bera ábyrgð á menntun kennara að áætla nægjanlegum tíma í þjálfun og undirbúning kennara? Hvað með börn sem falla ekki inn í kassann – hvernig má best mæta þeirra þörfum? Það er þyngra en tárum taki að nýútskrifaðir kennarar þurfi aftur og aftur að rekast á veggi í starfi, sökum þekkingarleysis og skorts á réttum verkfærum til að takast á við og ekki síður fyrirbyggja vandann hjá nemendum með sérþarfir, s.s. nemendur með ADHD og aðrar raskanir. Kennsla um fatlanir og raskanir ásamt þjálfun í hagnýtum kennsluaðferðum hefur hingað til haft lítið vægi í grunnmenntun kennara. Þessi atriði ættu að vera stór hluti af náminu ásamt þjálfun í samvinnu. Nemandi með sérþarfir þarf stuðning allra til að þrífast í skólanum og þá skiptir samvinna innan skólans og við forráðamenn höfuðmáli. Væri ekki nær að menntastofnanir fylgdu taktinum í samfélaginu og uppfæri kennsluna í samræmi við auknar kröfur? Gerðu nýútskrifuðum kennurum kleift að mæta á fyrsta degi inn í skólana með þekkingu, jákvæðni og réttu verkfærin til að mæta þessum nemendum. Eftir því sem kennarar öðlast frekari þekkingu og færni í að vinna með nemendum með ADHD og aðrar raskanir verður starfið ánægjulegra, samskipti milli heimilis og skóla batna og færri nemendur upplifa skólagönguna sem einhverja afplánun. Kennarar eru gríðarlega mikilvægur hluti af samfélagsmyndinni og geta átt stóran þátt í að efla nemendur með því að skapa hjá þeim jákvæða og sterka sjálfsmynd. Að loknu námi vilja kennarar að nemendur búi yfir sjálfsvirðingu, tillitssemi og virðingu fyrir öðrum fremur en að eingöngu sé einblínt á einkunnir. Hvort kemur sér betur þegar litið er til framtíðar að fá 10 í stærðfræði eða vera sáttur í eigin skinni? ADHD samtökin hvetja menntastofnanir landsins til að beita sér fyrir að í grunnnámi kennara sé lögð aukin áhersla á kennslu fyrir börn með sérþarfir, fatlanir og raskanir, ásamt því að færa kennurum réttu verkfærin til að takast á við áskoranir sem óhjákvæmilega koma til með að mæta þeim í starfi. Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaður ADHD samtakanna Elín H. Hinriksdóttir sérfræðingur, ADHD samtakanna
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun