Ríkisstjórnin fallin – eða hvað? Magnús D. Norðdahl skrifar 15. september 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar