Ríkisstjórnin fallin – eða hvað? Magnús D. Norðdahl skrifar 15. september 2021 11:31 Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í íslenskum stjórnmálum hefur frasinn „að ganga óbundinn“ til kosninga verið vinsæll. Kjósendur hafa þannig greitt tilteknum flokkum atkvæði án þess að vita fyrirfram hvaða stjórnarsamstarf viðkomandi flokkur myndi helst kjósa. Í nýafstöðnum kosningum í Noregi vissu kjósendur þar í landi fyrirfram hvaða flokkar myndu vilja starfa saman eftir kosningar. Slíkt fyrirkomulag er til fyrirmyndar og eðlilegt í lýðræðisríki. Kjósendur eiga auðvitað rétt á því að vita hvort atkvæði greitt ákveðnum flokki sé jafnframt atkvæði greitt tilteknu stjórnarsamstarfi. Samkvæmt skoðanakönnunum eru Píratar, Samfylking, Viðreisn og Framsókn í töluverðri sókn og munu ef að líkum lætur verða þeir flokkar sem mest bæta við sig í komandi kosningum. Píratar hafa gefið það út mjög skýrt að þeir muni ekki standa að myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt hið sama hefur Samfylking gert. Katrín Jakobsdóttir núverandi forsætisráðherra hefur síðan lýst því yfir að VG muni ræða fyrst við Sjálfstæðisflokk um áframhaldandi samstarf og sama má ætla að sé raunin með Framsókn enda hafa þessir flokkar verið saman í stjórn síðastliðin 4 ár. Afstaða Viðreisnar hvað stjórnarsamstarf varðar liggur hins vegar ekki fyrir. Vill flokkurinn, hvers formaður var áður varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vinna með núverandi ríkisstjórn eða taka þátt í myndun nýrrar frjálslyndrar og félagshyggjusinnaðrar umbótastjórnar? Er ekki rétt að Viðreisn sýni kjósendum þá virðingu að svara því skilmerkilega með hverjum þeir vilji helst starfa að afloknum kosningum og hvort þeim finnist fýsilegt að ganga inn í núverandi stjórn? Rétt eins og neytendur eiga rétt á upplýsingum um innihald vöru eiga kjósendur rétt á skýrum og skilmerkilegum upplýsingum um raunveruleg áform stjórnmálaflokka. Þetta er í senn forsenda fyrir framgangi lýðræðis og kosningaþátttöku almennings. Traust og gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar þátttöku. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar