Maurastjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. september 2021 11:01 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar í óða önn að kynna stefnuskrár sínar og slagorð fyrir komandi Alþingiskosningar. Flestir þeirra hafa eytt hundruðum þúsunda í auglýsingastofur sem hjálpa þeim að búa til setningar sem eiga að höfða til kjósenda. Setningar sem síðan eru notaðar trekk ofan í trekk í allri orðræðu. Setningar sem eiga að fá kjósendur á þeirra vald og hljóma einhvern veginn svona: En við sem byggjum land tækifæranna vitum að það skiptir máli hver stjórnar, ekki bara hver kemur með flottasta slagorðið. Við vitum að það þarf að setja fólkið fyrst, svo að við getum gefið framtíðinni tækifæri. Við getum rifist um það hvort þessi framtíð sé á miðjunni eða hvort það skipti máli að skila rauðu eða bláu. Við viljum öll berjast gegn spillingu, a.m.k. í opinberri ræðu, þó svo að við hyglum frændum og vinum bakvið tjöldin. Við berjumst fyrir beinu lýðræði til þess að tryggja betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og svo viljum við auðvitað vernda náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Nýsköpun, frelsi, öflug velferð, orkuskipti fyrir framtíðina - hver er ekki til í það? Maurar með pípuhatta Þetta er allt ímyndarsköpun sem flokkar eru tilbúnir að verja milljónum af skattpeningum borgarana í. Ráða fólk í vinnu til að hjálpa þeim að missa alls ekki neitt óþægilegt út úr sér. Tala eins og pólitísk vélmenni en ekki eins og venjulegt fólk. Fægja sig, sníða gallana af, selja sig sem nýjan og endurbættan flokk með engan óæskilegan farangur. Þá er gott að muna að þó svo að þú setjir pípuhatt á maur þá er hann þó ennþá sami gamli maurinn. Það hverjir fara með völdin á næstu fjórum árum mun hafa áhrif á það hvernig komandi kynslóðir munu lifa. Náum við að vinna okkur út úr heimsfaraldri og framkvæma þær breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að verða ekki illilega fyrir barðinu á næstu krísu, loftslagsvánni? Munum við halda áfram að láta þá ríku verða ríkari eða munum við útrýma fátækt á Íslandi? Munum við byggja upp samfélag mismununar og útlendingahaturs eða samfélag velsældar og fjölmenningar? Þetta eru allt pólítískar ákvarðanir á hendi mauranna. Ef þú ert búin að fá nóg af slagorðum og innantómum loforðum, þá er tækifærið þitt núna. Að kjósa það að hlusta ekki á kjaftæði og byggja upp framtíð handan auglýsingastofu- og almannatengslastjórnmála, framtíð jöfnuðar, framtíð nýsköpunar, framtíð tækifæra og framtíð án spillingar. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar