Virkar Hafrannsóknarstofnun? Gunnar Ingiberg skrifar 15. september 2021 06:00 Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Sjá meira
Nú er liðnar tæpar tvær vikur síðan strandveiðum átti að ljúka formlega. Raunveruleikinn er nú samt sá að þeim lauk fyrir fjórum eða þremur vikum. Þrátt fyrir viðbót ráðherra dugði þessi magra ráðstöfun ekki út tímabilið. Það hefðu þurft um þúsund tonn í viðbót til þess að halda 650 bátum í notkun út ágústmánuð. Samkvæmt skýrslu Vinnustofu um nýtingu íslenska þorsksins (WKICECOD), næst jafnstöðuafli í kringum 23% nýtingarhlutfall. Í skýrslunni er þó líka tekið skilmerkilega fram að núverandi 20% nýtingarhlutfall kemur til með að halda íslenska þorskstofninum innan áhættumarka næstu ár og áratugi. En það er samt nákvæmlega sama og var sagt árið 2011 þegar 20% aflaregla var tekin upp. Stöldrum nú aðeins við. Ef við höldum áfram að gera það sama áfram þá verður niðurstaðan betri í framtíðinni. Við ætlum að nýta þorskstofninn minna, þó svo að aðferðafræðin í kringum nýtinguna bregðist okkur trekk í trekk þegar á reynir. Núna er þörf á því að vísindin séu tekin til gagngerrar endurskoðunar. Hafrannsóknastofnun týndi einum fimmta þorskstofnsins á síðastliðnu ári. Staðan er sú nákvæmlega sama og hún var 2011. Var þá áratugsuppbygging þorsksins ekkert nema sjálfskipuð hungursneið? Við verðum að kúpla Hafrannsóknastofnun frá ráðuneytinu, hengja hana á háskólann. Það er ekkert vísindalegt við núverandi nálgun fiskveiðistjórnunar. Stefnan er sveltistefna hönnuð til þess að fækka aðilum í sjávarútvegi, skera niður fyrirtæki á tíu ára fresti og þjappa saman auðlind þjóðarinnar í hendur fárra aðila. Það eru engin haldbær rök fyrir því að handfæraveiðum sé haldið frá miðunum til verndar þorskinum. Svigrúmið milli áætlaðra hættumarka og núverandi aflareglu eru u.m.þ.b. 28.500 tonn af þorski. Það er þrisvar sinnum meira heldur en allur floti strandveiðanna hefur yfir sumarið. Sendum Sjálfstæðisflokkinn og hjálparhellur í launalaust leyfi og kjósum flokka með skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Veljum frjálsar handfæraveiðar! Kjósum Pírata Höfundur er frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun