Brauðbakstur ríkisins Indriði Stefánsson skrifar 15. september 2021 06:30 Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag. Það kom hins vegar á daginn að molarnir féllu ekki langt, döguðu oftast uppi á bankareikningum á hitabeltiseyjum og urðu því fáum til gagns. En kenningin er lífseig og er oft notuð af spunameisturum til að réttlæta skattalækkanir, þrátt fyrir að hafa aldrei virkað eins og spunameistararnir segja. Þvert á móti er tilfellið það sama og alltaf, brauðmolarnir skila sér mjög stutt. Brauðbaksturskenningin Hugmyndin að koma peningum inn í hagkerfið sem ganga mann af manni er samt góð, en ef peningarnir stoppa á bankareikningum gagnast þeir fáum. Skynsamlegasta leiðin til þess er því ekki að láta peningana leka niður hagkerfið - heldur að láta þá rísa upp hagkerfið. Í stað þessi að láta brauðmolana detta niður leyfum við brauðinu að hefast upp.Það gerum við með því að lækka skatta á hin fátæku og láta þau hafa meira á milli handanna. Fátækt fólk felur ekki peninga sína í skúffu á Tortóla heldur nýtir þá til að bæta líf sitt og sinna nánustu, kaupir vörur og þjónustu sem svo keyrir atvinnulífið áfram. Það skilar sér svo auðvitað í ríkiskassann að lokum í formi annarra skatta og gjalda, þannig að beinn “kostnaður ríkisins” af skattalækkunum til fátækra er því minni en spunameistararnir reyna að telja þér trú um. Að sama skapi er beinn kostnaður ríkisins af fátækt gríðarlegur, sem taka þarf með í reikninginn. Álagið sem fylgir því að strita í láglaunastarfi - jafnvel fleiri en einu - samhliða því að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni er ávísun á kulnun og kulnaður einstaklingur snýr svo sannarlega engum hjólum atvinnulífsins. Lélegt húsnæði er heilsuspillandi og heilsuveill einstaklingur hefur takmarkað svigrúm til að gefa af sér. Að lyfta fólki úr fátækt er nefnilega ekki bara sanngirnismál heldur jafnframt skynsöm stefna í heilbrigðis-, félags- og efnahagsmálum. Réttlát stefna Skattastefna Pírata er þess vegna svo einföld að henni má lýsa í tveimur orðum: Hún er framsækin (e. progressive) og græn. Það þýðir að litli maðurinn beri ekki byrðarnar og að við verðlaunum það sem er loftslagsvænt. Þannig lyftum við ekki aðeins fólki upp úr fátækt, sem er skynsamlegt að öllu leyti, heldur sjáum einnig til þess að öll geti tekið þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar óháð efnahag. Það eru réttlátu umskiptin sem við þurfum. Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru kosningar framundan. Kjósendur hafa marga valkosti, einn þeirra eru Píratar sem standa fyrir lýðræði, nýja stjórnarskrá, græna umbreytingu, alvöru varnir gegn spillingu, breytingar í sjávarútvegi, velsæld og ekkert kjaftæði. Kynntu þér endilega málið á piratar.is/kosningastefna Höfundur er frambjóðandi Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Indriði Stefánsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Laffer-kúrfan svokallaða var kynnt stimplaði hún sig vel inn meðal æðstupresta nýfrjálshyggjunnar. Hún réttlætti enda skattalækkanir fyrir tekjuháa; með skattalækkunum hefðu þeir ríku meira fé á milli handanna, þeir yrðu duglegri og kenningin var sú að auðurinn myndi að lokum leka niður allt þjóðfélagið og þannig skila sér til allra. Kenning sem við kennum við brauðmola í dag. Það kom hins vegar á daginn að molarnir féllu ekki langt, döguðu oftast uppi á bankareikningum á hitabeltiseyjum og urðu því fáum til gagns. En kenningin er lífseig og er oft notuð af spunameisturum til að réttlæta skattalækkanir, þrátt fyrir að hafa aldrei virkað eins og spunameistararnir segja. Þvert á móti er tilfellið það sama og alltaf, brauðmolarnir skila sér mjög stutt. Brauðbaksturskenningin Hugmyndin að koma peningum inn í hagkerfið sem ganga mann af manni er samt góð, en ef peningarnir stoppa á bankareikningum gagnast þeir fáum. Skynsamlegasta leiðin til þess er því ekki að láta peningana leka niður hagkerfið - heldur að láta þá rísa upp hagkerfið. Í stað þessi að láta brauðmolana detta niður leyfum við brauðinu að hefast upp.Það gerum við með því að lækka skatta á hin fátæku og láta þau hafa meira á milli handanna. Fátækt fólk felur ekki peninga sína í skúffu á Tortóla heldur nýtir þá til að bæta líf sitt og sinna nánustu, kaupir vörur og þjónustu sem svo keyrir atvinnulífið áfram. Það skilar sér svo auðvitað í ríkiskassann að lokum í formi annarra skatta og gjalda, þannig að beinn “kostnaður ríkisins” af skattalækkunum til fátækra er því minni en spunameistararnir reyna að telja þér trú um. Að sama skapi er beinn kostnaður ríkisins af fátækt gríðarlegur, sem taka þarf með í reikninginn. Álagið sem fylgir því að strita í láglaunastarfi - jafnvel fleiri en einu - samhliða því að hafa stöðugar áhyggjur af afkomu sinni er ávísun á kulnun og kulnaður einstaklingur snýr svo sannarlega engum hjólum atvinnulífsins. Lélegt húsnæði er heilsuspillandi og heilsuveill einstaklingur hefur takmarkað svigrúm til að gefa af sér. Að lyfta fólki úr fátækt er nefnilega ekki bara sanngirnismál heldur jafnframt skynsöm stefna í heilbrigðis-, félags- og efnahagsmálum. Réttlát stefna Skattastefna Pírata er þess vegna svo einföld að henni má lýsa í tveimur orðum: Hún er framsækin (e. progressive) og græn. Það þýðir að litli maðurinn beri ekki byrðarnar og að við verðlaunum það sem er loftslagsvænt. Þannig lyftum við ekki aðeins fólki upp úr fátækt, sem er skynsamlegt að öllu leyti, heldur sjáum einnig til þess að öll geti tekið þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar óháð efnahag. Það eru réttlátu umskiptin sem við þurfum. Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru kosningar framundan. Kjósendur hafa marga valkosti, einn þeirra eru Píratar sem standa fyrir lýðræði, nýja stjórnarskrá, græna umbreytingu, alvöru varnir gegn spillingu, breytingar í sjávarútvegi, velsæld og ekkert kjaftæði. Kynntu þér endilega málið á piratar.is/kosningastefna Höfundur er frambjóðandi Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar