Loftslagið og dreifbýlið Ólafur Halldórsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa 13. september 2021 18:31 Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Landbúnaður Matvælaframleiðsla Stóriðja Samgöngur Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun