Leikjavísir

Mánudagsstreymið: Byssur og boltar hjá GameTíví

Samúel Karl Ólason skrifar
GameTíví NBA

Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi í Mánudagsstreymi GameTíví í kvöld. Strákarnir munu bæði spila körfubolta og fremja bankarán og þar að auki verður farið yfir það besta frá kynningu Sony í síðustu viku.

Fyrst munu strákarnir spila körfubolta í nýja leiknum NBA 2k22. Eftir það munu þeir spila samspilunarleikinn Payday 2. Í þeim leik þurfa spilarar að snúa bökum saman og fremja bankarán og komast undan lögreglu.

Streymi GameTíví má finna á Stöð 2 eSport, Twitchsíðu GameTíví og hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.