Ráðherra eldri borgara skilar auðu! Viðar Eggertsson skrifar 13. september 2021 13:01 Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, fer nú mikinn og þykist loks ætla að gera eitthvað í málefnum eldri borgara. En þegar kosningastefna Framsóknarflokksins hans er skoðuð þá er þar nánast ekkert bitastætt að finna í málefnum eldra fólks. Undir lok síðasta kjörtímabils þar sem hann sat á ráðherrastóli málaflokksins var lítið sem ekkert heldur að gerast í málaflokknum þó hann hefði gefið eldri borgurum fyrirheit á seinni hluta valdatímans um að nú yrði tekið á þeirra málum. Eini afraksturinn var að málin voru sett í starfshóp „um hag og líðan eldri borgara“ sem leiddur var af framsóknarkonu sem nú trónir efst á framboðslista flokksins í norðaustur kjördæmi. Starfshópurinn hefur ekki enn skilað af sér þó hann hafi átt að gera það í sumar. Enda eru fulltrúar LEB – Landssambands eldri borgara sem sátu í starfshópnum ekki sáttir við lokadrögin af niðurstöðu starfshópsins og því situr allt fast þar. Meðal fulltrúa LEB er fyrrverandi formaður LEB. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú kippt henni upp í drossíuna sína og þar situr hún í aftursætinu á framabraut ráðherrans til borgarinnar. Þrátt fyrir að ráðherrann hafi ekki sinnt málefnum eldri borgara af neinu viti í heilt kjörtímabil. Þessi ökuferð ráðherrans er algjör óvissuferð án fyrirheita og stefnu. Hvaða erindi á ráðherrann og farþegi hans í málefnum eldri borgara? Skoðum stefnuskrána: Endurskoða almannatryggingar Taka upp sveigjanleg starfslok Almennt frítekjumark hækki í skrefum Ekkert frítekjumark á atvinnutekjur eftirlaunafólks Ekki er þetta burðugt. Engin hækkun á ellilífeyri. Ótímasett hækkun á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna. Það er sjálfsagt að endurskoða lög um almannatryggingar og þyrfti í raun að gera reglulega. En miðað við árangur vinnustarfshóps ráðherrans, sem fyrr er rakinn, þá fáum við að bíða allt næsta kjörtímabil áður en sú endurskoðun lítur dagsins ljós. Eldra fólk getur ekki beðið svo lengi eftir réttlæti. Ekkert frítekjumark á atvinnutekjur eftirlaunafólks skilar ávinningi til aðeins ca 13% í þessum hópi. Sveigjanleg starfslok gagnast fyrst og fremst þeim sem fá vinnu á vinnumarkaði sem er því miður fullur af aldursfordómum. Auk þess sem það eru mannréttindi fólks sem hefur stritað alla starfsævina að fá að njóta efri áranna án þess að þurfa að reiða sig á atvinnutekjur. Eftir sitja um 18.000 eftirlaunafólks sem nú þarf að lifa á 200 – 300 þúsund kr. rauntekjum. Framsókn skilar þessum hópi auðu. Engar raunverulegar, tímasettar tillögur. Engin kostanaðargreining. Engin tekjuáætlun. Samfykingin hefur sett fram framsæknar tillögur til úrbóta, annars vegar sem eiga að koma til framkvæmda strax og hins vegar sem að vinna að á kjörtímabilinu. Það sem meira er, Samfylkingin hefur kostnaðargreint þessar tillögur og einnig gert raunverulega áætlun hvernig á að fjármagna þessa framkvæmd. Tillögur Samfylkingarinnar snúa að barnafólki, eldri borgurum og öryrkjum upp á 20 milljarða samanlagt. Tillögur Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks og öryrkja mun kosta 10 milljarða og vert að geta að öryrkjar, margir hverjir, munu einnig hafa gagn af úrbætum til barnafólks. Þessir peningar verða sóttir með auðlindagjöldum á 20 stærstu útgerðirnar, stóreignaskatt á ríkasta 1% þjóðarinnar og endurheimt skatts vegna undanskota elítunnar. Okkar stefna er skýr í málefnum eldra fólks. Á kjörtímabilinu: Hækkun frítekjumarks vegna lífeyrissjóðstekna í 100.000 kr. Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutakna í 300.000 kr. Ellilífeyrir verði sá sami og lágmarkslaun í landinu, sem er 351.000 kr. núna. En núverandi ellilífeyrir er 266.033 kr. Þar hefur þegar orðið 85.000 kr. kjaragliðnun. Endurskoðun laga um almannatryggingar. Það sem við ætlum að gera STRAX: Hækkun ellilífeyris í samræmi við krónutöluhækkun lágmarkslauna og byrja þannig strax að vinna í að loka þeirri kjaragliðnun sem hefur orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Tvöfalda frítekjumark lífeyrissjóðstekna, upp í 50.000 kr. Það gerir 300.000 kr. til viðbótar á árs grundvelli. Tvöfalda frítekjumark atvinnutekna, upp í 200.000 kr. Það gerir 2.400.000 kr. á árs grundvelli. Hefja endurskoðun laga um almannatryggingar. Það er áhugavert að bera saman stefnu Framsóknarflokksins annars vegar og Samfylkingarinnar hins vegar í málefnum eldra fólks með tilliti til þeirra 5 áhersluatriða sem landsfundur LEB samþykkti einróma síðasta vor í tíð þáverandi formanns LEB fyrir þessar alþingiskosningar. 5 áhersluatriði LEB í málefnum eldra fólks fyrir alþingiskosningarnar er hægt að lesa HÉR Samfylkingin hefur uppfyllt að mestu væntingar LEB. Meðan Framsóknarflokkurinn er að keyra utan vegar, spænir upp viðkvæman gróður, skilur eftir sig sár... og skilar auðu. Megin markmið Samfylkingarinnar er að vinna að kjarabótum þeirra sem nú lifa við kröpp kjör, hvort sem það er eldra fólk, öryrkjar eða barnafólk. Stefna okkar í aðgerðum þeim til handa mun gagnast lág- og miðlungstekjufólki. En helst bitna á ríkasta 1% þjóðarinnar. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við í Samfylkingunni erum tilbúin til að setjast í ríkisstjórn af ábyrgð og festu. Við skilum ekki auðu. Þið erum ekki með eintóma gosa upp í erminni. Við leggjum spilin á borðið. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Eldri borgarar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, fer nú mikinn og þykist loks ætla að gera eitthvað í málefnum eldri borgara. En þegar kosningastefna Framsóknarflokksins hans er skoðuð þá er þar nánast ekkert bitastætt að finna í málefnum eldra fólks. Undir lok síðasta kjörtímabils þar sem hann sat á ráðherrastóli málaflokksins var lítið sem ekkert heldur að gerast í málaflokknum þó hann hefði gefið eldri borgurum fyrirheit á seinni hluta valdatímans um að nú yrði tekið á þeirra málum. Eini afraksturinn var að málin voru sett í starfshóp „um hag og líðan eldri borgara“ sem leiddur var af framsóknarkonu sem nú trónir efst á framboðslista flokksins í norðaustur kjördæmi. Starfshópurinn hefur ekki enn skilað af sér þó hann hafi átt að gera það í sumar. Enda eru fulltrúar LEB – Landssambands eldri borgara sem sátu í starfshópnum ekki sáttir við lokadrögin af niðurstöðu starfshópsins og því situr allt fast þar. Meðal fulltrúa LEB er fyrrverandi formaður LEB. Félags- og barnamálaráðherra hefur nú kippt henni upp í drossíuna sína og þar situr hún í aftursætinu á framabraut ráðherrans til borgarinnar. Þrátt fyrir að ráðherrann hafi ekki sinnt málefnum eldri borgara af neinu viti í heilt kjörtímabil. Þessi ökuferð ráðherrans er algjör óvissuferð án fyrirheita og stefnu. Hvaða erindi á ráðherrann og farþegi hans í málefnum eldri borgara? Skoðum stefnuskrána: Endurskoða almannatryggingar Taka upp sveigjanleg starfslok Almennt frítekjumark hækki í skrefum Ekkert frítekjumark á atvinnutekjur eftirlaunafólks Ekki er þetta burðugt. Engin hækkun á ellilífeyri. Ótímasett hækkun á frítekjumarki lífeyrissjóðstekna. Það er sjálfsagt að endurskoða lög um almannatryggingar og þyrfti í raun að gera reglulega. En miðað við árangur vinnustarfshóps ráðherrans, sem fyrr er rakinn, þá fáum við að bíða allt næsta kjörtímabil áður en sú endurskoðun lítur dagsins ljós. Eldra fólk getur ekki beðið svo lengi eftir réttlæti. Ekkert frítekjumark á atvinnutekjur eftirlaunafólks skilar ávinningi til aðeins ca 13% í þessum hópi. Sveigjanleg starfslok gagnast fyrst og fremst þeim sem fá vinnu á vinnumarkaði sem er því miður fullur af aldursfordómum. Auk þess sem það eru mannréttindi fólks sem hefur stritað alla starfsævina að fá að njóta efri áranna án þess að þurfa að reiða sig á atvinnutekjur. Eftir sitja um 18.000 eftirlaunafólks sem nú þarf að lifa á 200 – 300 þúsund kr. rauntekjum. Framsókn skilar þessum hópi auðu. Engar raunverulegar, tímasettar tillögur. Engin kostanaðargreining. Engin tekjuáætlun. Samfykingin hefur sett fram framsæknar tillögur til úrbóta, annars vegar sem eiga að koma til framkvæmda strax og hins vegar sem að vinna að á kjörtímabilinu. Það sem meira er, Samfylkingin hefur kostnaðargreint þessar tillögur og einnig gert raunverulega áætlun hvernig á að fjármagna þessa framkvæmd. Tillögur Samfylkingarinnar snúa að barnafólki, eldri borgurum og öryrkjum upp á 20 milljarða samanlagt. Tillögur Samfylkingarinnar í málefnum eldra fólks og öryrkja mun kosta 10 milljarða og vert að geta að öryrkjar, margir hverjir, munu einnig hafa gagn af úrbætum til barnafólks. Þessir peningar verða sóttir með auðlindagjöldum á 20 stærstu útgerðirnar, stóreignaskatt á ríkasta 1% þjóðarinnar og endurheimt skatts vegna undanskota elítunnar. Okkar stefna er skýr í málefnum eldra fólks. Á kjörtímabilinu: Hækkun frítekjumarks vegna lífeyrissjóðstekna í 100.000 kr. Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutakna í 300.000 kr. Ellilífeyrir verði sá sami og lágmarkslaun í landinu, sem er 351.000 kr. núna. En núverandi ellilífeyrir er 266.033 kr. Þar hefur þegar orðið 85.000 kr. kjaragliðnun. Endurskoðun laga um almannatryggingar. Það sem við ætlum að gera STRAX: Hækkun ellilífeyris í samræmi við krónutöluhækkun lágmarkslauna og byrja þannig strax að vinna í að loka þeirri kjaragliðnun sem hefur orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Tvöfalda frítekjumark lífeyrissjóðstekna, upp í 50.000 kr. Það gerir 300.000 kr. til viðbótar á árs grundvelli. Tvöfalda frítekjumark atvinnutekna, upp í 200.000 kr. Það gerir 2.400.000 kr. á árs grundvelli. Hefja endurskoðun laga um almannatryggingar. Það er áhugavert að bera saman stefnu Framsóknarflokksins annars vegar og Samfylkingarinnar hins vegar í málefnum eldra fólks með tilliti til þeirra 5 áhersluatriða sem landsfundur LEB samþykkti einróma síðasta vor í tíð þáverandi formanns LEB fyrir þessar alþingiskosningar. 5 áhersluatriði LEB í málefnum eldra fólks fyrir alþingiskosningarnar er hægt að lesa HÉR Samfylkingin hefur uppfyllt að mestu væntingar LEB. Meðan Framsóknarflokkurinn er að keyra utan vegar, spænir upp viðkvæman gróður, skilur eftir sig sár... og skilar auðu. Megin markmið Samfylkingarinnar er að vinna að kjarabótum þeirra sem nú lifa við kröpp kjör, hvort sem það er eldra fólk, öryrkjar eða barnafólk. Stefna okkar í aðgerðum þeim til handa mun gagnast lág- og miðlungstekjufólki. En helst bitna á ríkasta 1% þjóðarinnar. Við þurfum nýja ríkisstjórn. Við í Samfylkingunni erum tilbúin til að setjast í ríkisstjórn af ábyrgð og festu. Við skilum ekki auðu. Þið erum ekki með eintóma gosa upp í erminni. Við leggjum spilin á borðið. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun