Að byrgja brunn ... Jóna Kristín Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa 13. september 2021 12:01 Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir einstakling með ógreint og/eða vanmeðhöndlað ADHD [eða aðrar raskanir] skiptir snemmbært inngrip sköpum. Óbreytt staða getur hæglega leitt til kvíða og þunglyndis, rýrir þannig lífsgæði og afleiddur kostnaður einstaklings sem og hins opinbera óheyrilegur, hvort heldur í félagslegu eða hagrænu tilliti. Það eitt að geta leitað til sálfræðings án þess að setja heimilisbókhaldið á hliðina getur varnað því að einstaklingur þrói með sér kvíða og þunglyndi og þannig aukið á vanda viðkomandi, löngu áður en horft er til ADHD eða annara raskana sem hinn raunverulega orsakavald. Ef til kemur, verður eftirleikurinn jafnframt mun auðveldari og styttra í að viðkomandi taki flugið á eigin forsendum. Þetta á við um börn og einstaklinga sem greinast á fullorðinsárum. Munurinn er sá að eftir 18 ára aldur hefur sálfræðiþjónusta hingað til ekki fallið undir kostnaðþátttöku Sjúkratrygginga. ADHD samtökin hafa lengi bent á þennan hnökra í kerfinu. Um miðjan síðasta áratug settu samtökin verkefnið í öndvegi, enda um sjálfsagðan hluta af heilsugæslu að ræða, sem jafnframt geti dragi úr þörf fyrir frekari meðferð. Sama hvort litið sé til ADHD eða annara raskana og sjúkdóma. Á síðasta ári samþykkti loks Alþingi að svo skildi verða, en heldur lítið virðist vera um efndir. Reyndar, til að gæta allrar sanngirni birtist á vordögum 2021 auglýsing frá Sjúkratryggingum þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á semsagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Eða í besta falli einhver 5-10% af [van-] áætlaðri þörf. Hér væri nær að stjórnvöld hlusti á rök sérfræðinga í þessum málum, s.s. geðlækna og sálfræðinga. Besta leiðin til að lækka kostnað til lengri tíma litið, er einfaldlega að útrýma biðlistum með því að tryggja faglegt inngrip sem fyrst. Þessi orð eru sett fram í nafni ADHD samtakanna, hvers skjólstæðingar telja eitthvað um 20.000. Kostnaðarþátttaka Sjúkratrygginga vegna sálfræðiþjónustu snertir þó mun stærri hóp og því má öllu þenkjandi fólki vera ljóst að rétt framkvæmd muni skipta sköpum fyrir samfélagið allt. Þess vegna skora ADHD samtökin á frambjóðendur allra flokka til Alþingis haustið 2021 að taka á þessu þverpóltíska máli af staðfestu. Byrgja brunninn áður en stór hluti þjóðarinna fellur í hann. Fyrir hönd ADHD samtakanna, Jóna Kristín Gunnarsdóttir, varaformaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun