Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð! Inga Sæland skrifar 13. september 2021 09:01 Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun