Stöðug aukning bakverkja, hvað er til ráða Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 10. september 2021 07:00 Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Bakverkir eru ein helsta orsök örorku í heiminum og hefur algengi þeirra vaxið hratt undanfarna áratugi. Ísland er þar ekki undanskilið og er kostnaður samfélagsins vegna þessa gríðarlegur. Þessi þróun hefur stóraukið eftirspurn og þörf fyrir aðstoð við einstaklinga sem glíma við bakverki og stoðkerfisvandamál almennt. Nútíma vinnuumhverfi þar sem stór hluti vinnandi fólks situr við tölvur stærsta hluta dagsins hefur oft verið nefnd helsta orsök þessarar þróunar. Hins vegar benda rannsóknir til þess að engin skýr fylgni sé á milli ákveðinnar líkamsstöðu, eða þess að sitja við tölvu allan daginn og verkja, ef við hreyfum okkur reglulega. Hreyfingarleysi er því talin líklegri orsök og er því best að skipta oft um líkamsstöðu og stunda reglulega hreyfingu á móti kyrrsetu í vinnu, skóla eða á heimili til að minnka líkur á bakverkjum. Hafa ber þó í huga að langvinnir verkir eiga sér sjaldnast einfalda orsök. Taugakerfið okkar er misviðkvæmt fyrir áreiti og hafa allir þættir í lífi okkar áhrif á hversu næmt taugakerfið er hverju sinni. Einfalt dæmi er að þegar við erum illa sofin eða illa nærð er taugakerfið næmara og erum við því líklegri til að finna fyrir verkjum. Við sem vinnum með fólki sem er að glíma við verki og stoðkerfisvandamál getum skipt sköpum í lífi þeirra og getum haft gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði þeirra út lífið. Allar tegundir meðferða virðast samkvæmt rannsóknum geta hjálpað til skemmri tíma og höfum við líklega lagt of mikla áherslu á meðferðir sem fela ekki í sér hreyfingu svo sem nudd, teygjur, hnykkingar, skurðaðgerðir, nálastungur o.fl. í meðferð við bakverkjum og stoðkerfisvandamálum. Til lengri tíma ættum við að leggja meiri áherslu á hreyfingu samhliða annarri meðferð. Það felur í sér að veita leiðsögn varðandi hreyfingu og stuðla þannig að auknu sjálfstrausti og stöðugleika í þeirri hreyfingu sem einstaklingnum finnst skemmtileg og er líklegastur til að stunda til lengri tíma. Auk þess að byggja upp þekkingu einstaklingsins á hversu flóknir og persónubundnir langvinnir verkir geti verið þar sem taka þarf tillit til allra streituvaldandi þátta í lífi fólks. Hreyfing þarf ekki að vera flókin. Almenningi er oft talið trú um að sértækar aðferðir afreksfólks við æfingar og endurheimt séu nauðsynlegar til árangurs. Slík skilaboð eru einungis til þess fallin að letja frekar en hvetja til hreyfingar. Afreksfólk notar oft óhefðbundnar og stundum skaðlegar aðferðir til að bæta frammistöðu sína á stuttum ferli, en við almenningur eigum fullt í fangi með að koma hreyfingu fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs. Einfaldleiki er því oft nauðsynlegur til að byggja upp stöðugleika í hreyfingu almennings. Það er því augljóst að ein besta leiðin til að snúa við þróun síðustu áratuga í aukningu bakverkja, með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið, er að stuðla að aukinni hreyfingu almennings. Ég hvet því stjórnmálamenn til þess að huga sérstaklega að þeim þáttum sem hvetja til aukinnar hreyfingar, með því t.d að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi fyrir samgöngumáta sem fela í sér hreyfingu. Ég hvet fyrirtæki til þess að huga að heilsu sinna starfsmanna, með því til dæmis að veita þeim svigrúm til hreyfingar á vinnutíma. Að lokum hvet ég þig kæri lesandi til að huga að eigin heilsu, stunda reglulega hreyfingu og leita þér aðstoðar ef þig vantar leiðsögn. Höfundur er þjálfari og kírópraktor.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar