Píratar vilja sterkari fjölmiðla Halldór Auðar Svansson skrifar 3. september 2021 11:30 Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar