Píratar vilja sterkari fjölmiðla Halldór Auðar Svansson skrifar 3. september 2021 11:30 Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Fjölmiðlar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott. Hæst höfum við komist í 8. sæti, árið 2014. Samtökin nefna þætti eins og versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðla og árásir Samherja á fjölmiðlamenn – en fyrst og fremst harðnandi rekstrarumhverfi fjölmiðlafyrirtækja allt frá bankahruninu 2008. Þennan þráð tók Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, upp í þættinum Svona er þetta á Rás 1 í vikunni þar sem hún kallaði eftir samfélagssáttmála um fjölmiðla. Nefndi hún nauðsyn ríkisstyrkja til fjölmiðla sem og skattlagningu erlendra tæknirisa í þágu slíkra styrkja. Þetta er frábært tilefni til að minna á það að í kosningastefnu Pírata er fjallað sérstaklega um úrbætur í þágu sterkari fjölmiðla en það viljum við gera út frá heildarstefnumótun sem tekur tillit til allra þátta í fjárhagslegu og lagalegu umhverfi fjölmiðla. Til hvers á að styrkja fjölmiðla? Heildstæða stefnumótun teljum við nauðsynlega forsendu alvöru breytinga, þar sem bútasaumslausnir síðustu ára hafa óhóflega hyglað stærri fjölmiðlum. Útfærslan á þeim styrkjum sem greiddir hafa verið til fjölmiðla er alls ekki nógu góð enda markmiðin allt of óljós og forsendurnar ógagnsæjar. Sem dæmi um hvernig þetta birtist má nefna þingræðu Páls Magnússonar þar sem hann gerir tilraun til að aðgreina svokallaða „frumframleiðslufjölmiðla“ frá öðrum fjölmiðlum í því skyni að réttlæta það að stærstu fjölmiðlarnir fái mest. Í sjálfu sér er það alveg gott og blessað að þingmenn hafi alls konar hugmyndir um mismunandi fjölmiðla en það eina sem skiptir í raun máli í þessu samhengi er vilji löggjafans eins og hann birtist í löggjöf og sá vilji þarf að vera skýr. Í stað þess að spjalla bara um forsendurnar í gegnum þingræður þarf að setjast niður og vinna þá vinnu að ákveða almennilega út frá hvaða reglum styrkirnir eru veittir og hvaða markmiðum á að ná fram með þeim. Látum netrisana borga Í stefnunni er líka samhljómur með formanni Blaðamannafélagsins þegar kemur að skattlagningu netrisa og um það þarf eiginlega ekki að hafa fleiri orð en þau sem í stefnunni eru: „Stærstu iðnríki heims hafa náð samkomulagi um að skattleggja netrisa, sem taka til sín sífellt meira auglýsingafé á ári hverju. Ísland á að feta í sömu fótspor og fjármagna þannig stuðning til íslenskra fjölmiðla.“ Það er alþjóðleg áskorun að auglýsingafé er að sogast úr staðbundnum fjölmiðlum til alþjóðlegra netrisa. Leiðin til að taka á þessu er að skattar séu greiddir í viðkomandi landi og þeir nýttir til að jafna stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim. RÚV af auglýsingamarkaði Borið hefur á því í umræðunni og jafnvel lagafrumvarpstilburðum einstaka stjórnarþingmanna að ríkisstyrkir til fjölmiðla þurfi að haldast í hendur við þá aðgerð að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Í framkvæmd hefur þetta alls ekki skilað sér hjá sitjandi ríkisstjórn og alls óvíst er hvort þar sé samstaða um þessa aðgerð, þrátt fyrir að búið sé að innleiða ríkisstyrki. Í kosningastefnunni tökum við Píratar afgerandi afstöðu – við viljum beita okkur fyrir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði og við viljum líka afnema nefskattinn, sem leggst hlutfallslega þyngst á þau sem minnsta hafa, og fjármagna RÚV þess í stað með hefðbundnum sköttum. Hér eru mikil tækifæri í því að skilgreina gaumgæfilega hlutverk RÚV í fjölmiðlaumhverfi nútímans og láta það haldast í hendur við heildarendurskoðun á umhverfi einkarekinna fjölmiðla. Markmiðið skýrt – sterkari fjölmiðlar – og með það í huga er bara að vinda sér í alvöru yfirgripsmiklar aðgerðir sem ná þessu markmiði fram. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun