Aþena án heimavallar og segir „óvild“ Stjörnumanna um að kenna Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 11:30 Bergþóra Holton, sem hefur þjálfað fyrir Aþenu, verður í leikmannahópi liðsins í vetur. vísir/vilhelm Kvennalið Aþenu er án heimavallar nú þegar rúmur mánuður er í að liðið leiki í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í körfubolta. Félagið sakar körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að hafa komið í veg fyrir að Aþena spilaði heimaleiki sína á Álftanesi. Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október. Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Körfuknattleiksfélagið Aþena, sem leikur undir hatti Ungmennafélags Kjalnesinga, teflir í vetur í fyrsta sinn fram meistaraflokksliði, sem spila mun í 1. deild kvenna. Liðið vantar hins vegar enn heimavöll og virðist alls staðar koma að læstum dyrum. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu Aþenu, félags sem varð til árið 2019 eftir að Brynjar Karl Sigurðsson og stelpur sem hann hafði þjálfað hættu hjá ÍR. Sumar stelpnanna þjálfaði Brynjar Karl áður hjá Stjörnunni en um þau var fjallað í heimildamyndinni Hækkum rána. Á heimasíðu Aþenu segir að yngri flokka lið félagsins hafi vissulega getað æft og spilað á Kjalarnesi síðustu tvö ár en að íþróttamiðstöðin í Klébergi uppfylli ekki kröfurnar í meistaraflokki. Stærri völl þurfi og aðstöðu fyrir áhorfendur. Aþena á aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur og því var brugðið á það ráð að biðja ÍBR að útvega aðstöðu fyrir þá 11 heimaleiki sem Aþena þarf að spila í vetur. Ekki fannst laust hús í Reykjavík en ÍBR gat leigt tíma í íþróttamiðstöð Álftaness og gerði það. Samkvæmt heimasíðu Aþenu staðfesti íþróttafulltrúi Garðabæjar það 16. júní og Aþena tilkynnti um leið heimavöll sinn til KKÍ. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu Miðað við skrifin á heimasíðu Aþenu voru það stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar sem komu í veg fyrir að Aþena fengi að spila á Álftanesi. Þar segir: „Daginn eftir að frétt birtist á mbl.is þann 5. júlí, um að Aþena sendi meistaraflokkslið til keppni á Íslandsmóti, fær forsvarsfólk Aþenu tilkynningu þar sem leiga á keppnisaðstöðu í Íþróttamiðstöð Álftaness er dregin til baka. ÍBR gefur Aþenu þær skýringar að stjórnarmenn körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar hafi sett sig á móti leigu ÍBR á tímum í Íþróttamiðstöð Álftaness og farið þess á leit við bæjarskrifstofu að afturkalla aðstöðuveitingu til handa Aþenu. Ekki liggur fyrir nákvæm skýring á óvild körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar og Garðabæjar í garð Aþenu.“ Aþena heldur því leit sinni áfram að heimavelli, innan sem utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti leikur liðsins í 1. deildinni er heimaleikur laugardaginn 2. október.
Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira