Látum markaðinn ráða – en ekki Sjálfstæðisflokkinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 07:01 Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti landsmanna telur núverandi útfærslu kvótakerfisins ósanngjarna samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Almenningur upplifir réttilega að kerfið í kringum veiðiréttinn er ekki þágu almannahagsmuna, enda verður almenningur af milljörðum á ári hverju. Ekki þarf að hugsa það lengi hvort ekki væri hægt að nýta þessa fjármuni í almannaþágu. Ástæðan er að útgerðin greiðir veiðigjald sem ákvarðað er af stjórnmálunum en ekki af markaðnum. Átakalínurnar milli stjórnmálaflokka eru hvergi skýrari en hér. Ríkisstjórnarflokkarnir þrír styðja allir óbreytt ástand um sjávarútveginn. Og í aðdraganda kosninga fara frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins nú fram á ritvöllinn með þau skilaboð að breytingar á þessu kerfi væru af hinu vonda. Spurningin er hins vegar: Vondar fyrir hverja? Sjálfstæðisflokkurinn, sem í orði kveðnu er flokkur markaðarins, berst hvergi harðar en í þessum málaflokki gegn markaðsleið og vill þess í stað að stjórnmálin ákveði hversu hátt veiðigjald eigi að vera fyrir afnot af fiskimiðunum. Varðstaða um þetta kerfi getur aldrei þjónað almannahagsmunum. Hagsmunum hverra er þjónað? Nýlega hafa þeir Páll Magnússon fráfarandi þingmaður og Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins vikið að stöðu Sjálfstæðisflokksins og báðir nefnt sjávarútvegsmálin sérstaklega í því sambandi. Páll Magnússon sagði í viðtali að hann teldi meginskýringu á stöðu flokksins vera trúverðugleikavanda. Vilhjálmur sagði í grein að vandi flokksins fælist einna helst í því að hann væri eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnarkerfisins ræður för. Hagkvæmnin sem Vilhjálmur setur í gæsalappir er vitaskuld hagkvæmni stórútgerðarinnar sem greiðir gjafaverð fyrir afnot af fiskmiðunum. Stundum eru hlutirnir nefnilega ekki flóknari en þeir virðast. Eðlilegt markaðsgjald Stefna Viðreisnar er að greitt verði eðlilegt markaðsgjald fyrir aðgang að fiskimiðunum. Það er hin skynsama leið, það er hin réttláta leið og það er hin trúverðuga leið sem getur skapað sátt um sjávarauðlindina. Sátt sem sárlega vantar. Þetta er sanngjörn leið fyrir þjóðina, fyrir sjómenn og felur einnig í sér sanngjarnar leikreglur fyrir útveginn. Við viljum að ákveðinn hluti kvótans sé settur á markað á hverju ári. Þannig fæst markaðstengt gjald fyrir aðgang að fiskmiðunum, sem mun skila íslensku þjóðarbúi umtalsvert hærri tekjum en nú er. Á sama tíma skapar þessi leið öryggi og fyrirsjáanleika í greininni, því nýtingarsamningar yrðu gerðir til langs tíma. Stefna Viðreisnar er jafnframt að setja auðlindaákvæði í stjórnarskrá um að afnot af þjóðareigninni verði tímabundin og að fyrir afnot af fiskimiðunum skuli greiða eðlilegt markaðsgjald. Ef stjórnarskráin er skýr um að afnot af fiskimiðunum geti aðeins fengist með tímabundnum samningum fær orðið þjóðareign loks áþreifanlega merkingu. Þetta eru þau atriði sem öllu máli skipta í hinu pólitíska samhengi. Það er reyndar athyglisvert til þess að hugsa að tímabinding réttinda er rauði þráðurinn í lagasetningu þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til nýtingar á öðrum náttúruauðlindum í þjóðareign. En einhverra hluta vegna gildir önnur regla um úthlutun úr sjávarauðlindinni. Hvað þýðir óbreytt ástand? Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja hafa allir lýst yfir vilja til að halda óbreyttu ríkisstjórnarsamstarfi áfram. Þessir flokkar eru samstiga í sjávarútvegsmálum og óbreytt samstarf þeirra þýðir því óbreytt ástand í þessu mikla réttlætismáli. Miklu skiptir að þjóðin fái sanngjarnan hlut af verðmætum fiskimiðanna. Við eigum að nýta tækifærin í sjávarútveginum betur. Það verður ekki gert með neinum kollsteypum. Kerfið þarf hins vegar að vera sanngjarnt og mikilvægasti liðurinn í því er að þjóðin fái sinn hlut. Og það er best gert með því að setja kvótann á markað og með því að verja þjóðeignina í stjórnarskrá. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun