Eigum við öll rétt til mennsku? Heiða Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 19:01 Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Afganistan Skoðun: Kosningar 2021 Heiða Ingimarsdóttir Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun