Körfubolti

Haukakonur lentu á móti liði frá Portúgal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir er gengin til liðs við Hauka á nýjan leik og spilar það eflaust stóran þátt í ákvörðun félagsins að taka þátt í Evrópukeppni.
Helena Sverrisdóttir er gengin til liðs við Hauka á nýjan leik og spilar það eflaust stóran þátt í ákvörðun félagsins að taka þátt í Evrópukeppni. Vísir/Bára

Kvennalið Hauka í körfubolta mætir portúgalska liðinu Uniao Sportiva í undankeppni EuroCup en dregið var í dag. Haukar eru fyrsta kvennaliðið í fimmtán til að taka þátt í Evrópukeppni.

Liðin mætast í tveimur leikjum en sigurvegarinn út þessum tveimur leikjum samanlagt fer áfram í riðlakeppni EuroCop.

Fyrri leikurinn verður í Ólafssal þann 23. september og seinni leikurinn fer fram á Asoreyjum þann 30. september.

Uniao Sportiva endaði í öðru sæti í úrslitakeppninni í Portúgal í vor alveg eins og Haukaliðið hér á Íslandi. Uniao Sportiva varð deildarmeistari en tapaði fyrir Benfica í lokaúrslitunum.

Haukar eru eina íslenska kvennaliðið til að taka þátt í Evrópukeppni en það gerði liðið tvö tímabil í röð fyrir einum og hálfum áratug síðan, fyrst haustið 2005 og svo aftur ári seinna.

Helena Sverisdóttir var þá táningur en í aðalhlutverki hjá Haukaliðinu og hún er komin aftur heim í Hauka og mun spila með liðinu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×