Dauðinn í sjókvíunum er þekktur hjá eftirlitsstofnunum og á Alþingi Arndís Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun