Dauðinn í sjókvíunum er þekktur hjá eftirlitsstofnunum og á Alþingi Arndís Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar