Hvað er að frétta af Sjúkraþjálfunarstofu ríkisins? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2021 10:31 Um síðustu áramót gerðist sú óhæfa að ráðherra heilbrigðismála setti reglugerð sem svipti nýútskrifaða sjúkraþjálfara með fimm ára háskólanám fullu starfsfrelsi með því að meina þeim aðgang að starfi á stofum með greiðsluþátttöku ríkisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarinn rétt til að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa, skilyrti ráðherra að sjúkraþjálfarar mættu ekki sinna endurhæfingu sem sjálfstætt starfandi nema að vinna fyrst hjá hinu opinbera í tvö ár í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þessir einstaklingar hafa þó hlotið fullt starfsleyfi frá landlækni. Þetta þýðir jafnframt að ólíklegt er að unga fólkið okkar fari til starfa á landsbyggðinni vegna þeirra skilyrða sem í reglugerðinni eru. Á fundi heilbrigðisráðherra með fulltrúa sjúkraþjálfunarnáms við HÍ nokkrum vikum síðar viðurkenndi ráðherra meira að segja að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin á faglegum grunni. Að þessi aðgerð komi frá ráðherra í flokki sem flaggar jafnréttisstefnu er með ólíkindum. Ráðherrann hefur jú reglugerðarvaldið og ríkisstjórnarflokkarnir hafa þagað þunnu hljóði. Gera má því skóna að þessar aðgerðir hafi verið settar fram til að herða tökin á stofurekendum og neyða stéttina til samninga. Þessi aðferð, að meina nýútskrifuðum fullt starfsfrelsi er sú sama og beitt hefur verið gagnvart talmeinafræðingum og er að mínu mati lúaleg. Að beita nýliðum í stéttinni svona fyrir sig grefur undan vilja framtíðarsjúkraþjálfara til náms og vegur að nýliðun. En hvað mun í raun og veru gerast nú þegar unga fólkið er útskrifað úr háskóla? Með biðlista til staðar á stofum sjúkraþjálfara verður nú boðið upp á beint aðgengi til þessarra ungu sjúkraþjálfara með fullri greiðslu okkar skjólstæðinga og þar með er komið tvöfalt heilbrigðiskerfi í endurhæfingu. Þeir sem geta borgað komast strax að. Kannski er þetta það sem heilbrigðisráðherra vill, það er jú fólginn talsverður sparnaður í þessu fyrir ríkið. Við vitum öll að heilbrigðiskerfið hefur verið undir miklu álagi á undanförnum misserum og má þakka heilbrigðisráðherra fyrir framgöngu í covid málum. Biðlistar í endurhæfingu eru samt sem áður staðreynd og uxu eftir þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin tók eftir síðustu kosningar með því að draga úr greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Ömurleg vinnubrögð gagnvart stétt sjúkraþjálfara verða þó ekki afsökuð með covid ástandinu. Það gladdi mig að heyra fjármálaráðherra segja í þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir nokkru að semja þyrfti við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttir og að ekki stæði til að reka tannlæknastofu ríkisins eða sjúkraþjálfunarstofu ríkisins. Hann hefur þó með þögn sinni samþykkt framgöngu heilbrigðisráðherra og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og það virðingarleysi sem sjúkraþjálfun hefur verið sýnd. Atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki eru kannski atkvæði greidd Vinstri grænum? Fyrir réttum tveimur árum boðuðu SÍ að sjúkraþjálfun framkvæmd á stofum utan stofnana færi í útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Mál þetta var með ólíkindum illa undirbúið og urðu lyktir málsins þær að SÍ hætti við útboðið. Á þessum tímapunkti, eftir ótrúlega framkomu SÍ, töldum við sjúkraþjálfarar ekki ásættanlegt að vera í samstarfi lengur og rammasamningi félagsins við SÍ því sagt upp. Síðan þá hefur heilbrigðisráðherra framlengt greiðsluþátttöku ríkisins endurtekið um nokkurra mánaða skeið í senn, sem þýðir að landsmenn þurfa ekki að greiða allan kostnað þegar þeir sækja sér þjónustu okkar heldur kemur greiðsla frá ríkinu til sjúkraþjálfara áfram rafrænt. Notendur þjónustunnar greiða sinn hlut eins og áður en einnig hafa stofur í mismiklum mæli gripið til þess ráðs að leggja á viðbótargjald til þess að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa frá uppsögn samnings. Á þessum tveimur árum hafa landsmenn sem þurfa þjónustu sjúkraþjálfara upplifað óvissu um greiðsluþátttöku á nokkurra mánaða fresti og ekki vitað hvort þeir þurfi að reiða fram fulla greiðslu og sækja síðan rétt sinn gagnvart SÍ eða ekki. Þetta eru sjúkratryggðir einstaklingar minni ég á. Núverandi reglugerð fellur úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Með þessu má færa rök fyrir því að ríkissjóður hafi sparað sér háar fjárhæðir sem almenningur í landinu hefur borið frá því að endurgreiðslur SÍ vegna sjúkraþjálfunar voru frystar haustið 2019. Reynt hefur verið að fá SÍ að samningaborðinu á þessum tíma en framkoma fulltrúa þeirra hefur að mestu einkennst af störukeppni. Ég hvet ráðherra heilbrigðismála að falla frá þessari lúalegu aðferð að vega að starfsfrelsi nýútskrifaðra sjúkraþjálfara nú þegar. Vinnubrögð ráðherrans virðast annars bera þess merki að leynt og ljóst sé stefnt að einni allsherjar Sjúkraþjálfunarstofu ríkisins með fjármálaráðherra sem ábeking. Höfundur er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Sigurðardóttir Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót gerðist sú óhæfa að ráðherra heilbrigðismála setti reglugerð sem svipti nýútskrifaða sjúkraþjálfara með fimm ára háskólanám fullu starfsfrelsi með því að meina þeim aðgang að starfi á stofum með greiðsluþátttöku ríkisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarinn rétt til að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa, skilyrti ráðherra að sjúkraþjálfarar mættu ekki sinna endurhæfingu sem sjálfstætt starfandi nema að vinna fyrst hjá hinu opinbera í tvö ár í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þessir einstaklingar hafa þó hlotið fullt starfsleyfi frá landlækni. Þetta þýðir jafnframt að ólíklegt er að unga fólkið okkar fari til starfa á landsbyggðinni vegna þeirra skilyrða sem í reglugerðinni eru. Á fundi heilbrigðisráðherra með fulltrúa sjúkraþjálfunarnáms við HÍ nokkrum vikum síðar viðurkenndi ráðherra meira að segja að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin á faglegum grunni. Að þessi aðgerð komi frá ráðherra í flokki sem flaggar jafnréttisstefnu er með ólíkindum. Ráðherrann hefur jú reglugerðarvaldið og ríkisstjórnarflokkarnir hafa þagað þunnu hljóði. Gera má því skóna að þessar aðgerðir hafi verið settar fram til að herða tökin á stofurekendum og neyða stéttina til samninga. Þessi aðferð, að meina nýútskrifuðum fullt starfsfrelsi er sú sama og beitt hefur verið gagnvart talmeinafræðingum og er að mínu mati lúaleg. Að beita nýliðum í stéttinni svona fyrir sig grefur undan vilja framtíðarsjúkraþjálfara til náms og vegur að nýliðun. En hvað mun í raun og veru gerast nú þegar unga fólkið er útskrifað úr háskóla? Með biðlista til staðar á stofum sjúkraþjálfara verður nú boðið upp á beint aðgengi til þessarra ungu sjúkraþjálfara með fullri greiðslu okkar skjólstæðinga og þar með er komið tvöfalt heilbrigðiskerfi í endurhæfingu. Þeir sem geta borgað komast strax að. Kannski er þetta það sem heilbrigðisráðherra vill, það er jú fólginn talsverður sparnaður í þessu fyrir ríkið. Við vitum öll að heilbrigðiskerfið hefur verið undir miklu álagi á undanförnum misserum og má þakka heilbrigðisráðherra fyrir framgöngu í covid málum. Biðlistar í endurhæfingu eru samt sem áður staðreynd og uxu eftir þær ákvarðanir sem ríkisstjórnin tók eftir síðustu kosningar með því að draga úr greiðsluþátttöku almennings fyrir heilbrigðisþjónustu. Ömurleg vinnubrögð gagnvart stétt sjúkraþjálfara verða þó ekki afsökuð með covid ástandinu. Það gladdi mig að heyra fjármálaráðherra segja í þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut fyrir nokkru að semja þyrfti við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstéttir og að ekki stæði til að reka tannlæknastofu ríkisins eða sjúkraþjálfunarstofu ríkisins. Hann hefur þó með þögn sinni samþykkt framgöngu heilbrigðisráðherra og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og það virðingarleysi sem sjúkraþjálfun hefur verið sýnd. Atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki eru kannski atkvæði greidd Vinstri grænum? Fyrir réttum tveimur árum boðuðu SÍ að sjúkraþjálfun framkvæmd á stofum utan stofnana færi í útboð á evrópska efnahagssvæðinu. Mál þetta var með ólíkindum illa undirbúið og urðu lyktir málsins þær að SÍ hætti við útboðið. Á þessum tímapunkti, eftir ótrúlega framkomu SÍ, töldum við sjúkraþjálfarar ekki ásættanlegt að vera í samstarfi lengur og rammasamningi félagsins við SÍ því sagt upp. Síðan þá hefur heilbrigðisráðherra framlengt greiðsluþátttöku ríkisins endurtekið um nokkurra mánaða skeið í senn, sem þýðir að landsmenn þurfa ekki að greiða allan kostnað þegar þeir sækja sér þjónustu okkar heldur kemur greiðsla frá ríkinu til sjúkraþjálfara áfram rafrænt. Notendur þjónustunnar greiða sinn hlut eins og áður en einnig hafa stofur í mismiklum mæli gripið til þess ráðs að leggja á viðbótargjald til þess að mæta þeim kostnaðarhækkunum sem orðið hafa frá uppsögn samnings. Á þessum tveimur árum hafa landsmenn sem þurfa þjónustu sjúkraþjálfara upplifað óvissu um greiðsluþátttöku á nokkurra mánaða fresti og ekki vitað hvort þeir þurfi að reiða fram fulla greiðslu og sækja síðan rétt sinn gagnvart SÍ eða ekki. Þetta eru sjúkratryggðir einstaklingar minni ég á. Núverandi reglugerð fellur úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Með þessu má færa rök fyrir því að ríkissjóður hafi sparað sér háar fjárhæðir sem almenningur í landinu hefur borið frá því að endurgreiðslur SÍ vegna sjúkraþjálfunar voru frystar haustið 2019. Reynt hefur verið að fá SÍ að samningaborðinu á þessum tíma en framkoma fulltrúa þeirra hefur að mestu einkennst af störukeppni. Ég hvet ráðherra heilbrigðismála að falla frá þessari lúalegu aðferð að vega að starfsfrelsi nýútskrifaðra sjúkraþjálfara nú þegar. Vinnubrögð ráðherrans virðast annars bera þess merki að leynt og ljóst sé stefnt að einni allsherjar Sjúkraþjálfunarstofu ríkisins með fjármálaráðherra sem ábeking. Höfundur er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun