Steingrímur og Skúli Íslandsmeistarar í torfæru Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 17. ágúst 2021 07:01 Skúli Kristjánsson og Simbi á flugi. Lokaumferð Íslandsmótsins í torfæru fór fram á Akureyri á laugardag. Í götubíla flokki varð Steingrímur Bjarnason á Strumpnum hlutskarpastur, hann tryggði sér einnig Íslandsmeistaratitilinn í götubílaflokki, auk þess sem hann hlaut tilþrifaverðlaun. Atli Jamil Ásgeirsson á Raptor varð efstur í sérútbúna flokknum á Akureyri. Skúli Kristjánsson á Simba var þegar búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í flokki sérútbúinna bíla. Götubílar Þrír keppendur voru skráðir til leiks í flokki götubíla. Óskar Jónsson á Úlfinum varð annar á Akureyri og Jónas Karl á Þeytingi varð þriðji. Atli Jamil á Raptor varð hlutskarpastur í flokki sérútbúinna bíla eftir góðan akstur á Akureyri á laugardag. Sérútbúnir Þórður Atli á Spaðanum varð annar í keppni sérútbúinna bíla á Akureyri, 226 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu varð í þriðja sæti, 347 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. „Tímabilið gekk bara vel og bíllinn loksins farinn að virka eins og hann á að gera og þá fór þetta allt að smella, bíll og bílstjóri,“ sagði Skúli á Simba í samtali við Vísi. „Titilinn kom með því að hafa góða aðstoðarmenn og styrktaraðila á bakvið sig og að vera stöðugur á milli keppna,“ bætti Skúli við. Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent
Götubílar Þrír keppendur voru skráðir til leiks í flokki götubíla. Óskar Jónsson á Úlfinum varð annar á Akureyri og Jónas Karl á Þeytingi varð þriðji. Atli Jamil á Raptor varð hlutskarpastur í flokki sérútbúinna bíla eftir góðan akstur á Akureyri á laugardag. Sérútbúnir Þórður Atli á Spaðanum varð annar í keppni sérútbúinna bíla á Akureyri, 226 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu varð í þriðja sæti, 347 stigum á eftir Atla Jamil. Haukur Viðar á Heklu fer væna veltu, eins og torfæruökumönnum einum er lagið. „Tímabilið gekk bara vel og bíllinn loksins farinn að virka eins og hann á að gera og þá fór þetta allt að smella, bíll og bílstjóri,“ sagði Skúli á Simba í samtali við Vísi. „Titilinn kom með því að hafa góða aðstoðarmenn og styrktaraðila á bakvið sig og að vera stöðugur á milli keppna,“ bætti Skúli við.
Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent