Megum engan tíma missa Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. ágúst 2021 12:30 Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. Við megum engan tíma missa. Það er staðreynd. Það þarf að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda svo hlýnun jarðar stöðvist. Ef horft er til núverandi markmiða sem ríki heims hafa sett fram, þá stefnir í að við náum ekki heildarmarkmiðum okkar sem mannkyn í samræmi við Parísarsamkomulagið. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að stíga stærri skref og hlaupa hraðar. Þegar ég tók við sem umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir bráðum 4 árum hafði pólitískur doði ríkt í loftslagsmálum í of langan tíma. Nú hefur blaðinu hins vegar verið snúið við. Í upphafi þessa kjörtímabils setti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur markið á 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til 2030, en það höfum við nýlega uppfært í samvinnu við Evrópusambandið og Noreg, upp í 55%. Á næsta kjörtímabili þarf Ísland að ganga enn lengra að mínu mati. Um það munu kosningarnar í haust meðal annars snúast. Við vitum um hvað málið snýst og við vitum hvað þarf að gera. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur í sinni tíð sett fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Þar eru settar fram 48 aðgerðir sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni bindingu kolefnis. Þessi aðgerðaáætlun mun taka sífelldum breytingum í takti við tækniframfarir og uppfærð markmið Íslands. Við höfum stóraukið mannauð í stjórnsýslu og eflt rannsóknir til muna. Þessar aðgerðir munu skila árangri á næstu árum og fleiri aðgerðir munu bætast við. Við vinnum nú einnig að stefnu um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum og sviðsmyndum fyrir kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Glasgow í nóvember verða þjóðarleiðtogar að taka sameiginlega stefnu í loftslagsmálum sem forðar mannkyni frá því að „kæfa plánetuna okkar og setja milljarða manna í hættu“, líkt og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag. Í Glasgow þurfa vísindin og ný skýrsla IPCC að vísa veginn og það mun ekki standa á mér verði ég enn þá fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar