Ég er ekki ráðherra Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2021 13:01 Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu. En ráðherra á að tala fyrir hönd margra. Menntamálaráðherra á til dæmis að tala fyrir hönd kennara, á öllum stigum ekki bara framhalds- og háskóla. Menntamálaráðherra á að tala fyrir hönd nemanda, í grunn- og leikskólum ekki bara framhalds- og háskólum. Þó svo að grunn- og leikskólastigið sé á könnu sveitafélaga þá ber menntamálaráðherra samt endanlega ábyrgð á þessum stigum, það reynir þá bara á samstarfshæfni ráðherra. Heilbrigðisráðherra á að tala fyrir hönd, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna heilbrigðisstéttarinnar. Heilbrigðisráðherra á einnig að tala fyrir hönd almennings þegar kemur að heilsu þeirra, þá er mjög mikilvægt að tala fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma. Báðir þessir ráðherrar eru yfirmenn stærstu atvinnustétta landsins og þeir eru ekki góðir yfirmenn. Því að góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að hafa velferð starfsmanna sinna ávallt í fyrirrúmi er mikilvægasti eiginleiki yfirmanns og undir það falla báðir þessir yfirmenn því miður ekki. Menntamálaráðherra sagði stolt að við héldum skólum opnum og það væri hugur í kennurum. Ef ég vissi ekki betur þá hefði ég haldið að hún hefði verið með stærðarinnar samráðsfund með kennurum þar sem að þeir komu allir saman og hrópuðu hátt að þeir mundu taka slaginn með henni gegn þessarri vá sem herjaði á landsmenn. En ég veit betur, það var engin svona fundur og menntamálaráðherra tók engan slag með kennurum. Á meðan sumum kennurum var vísað heim til sín þar sem þeir reyndu að halda sambandi við nemendur sína í gegnum þá tækni sem var í boði í hverjum skóla fyrir sig, þá voru aðrir sem mættu í skólann og sinntu sínu starfi þar. Það leið að páskum og ástandið fór versnandi með hverjum degi og sumir kennarar brotnuðu niður og grétu þegar þeir töldu að nemendur þeirra sæu ekki til. Þetta var á síðasta ári, við gengum öll í gegnum þetta og ég er ekki að segja að kennarar séu eitthvað mikilvægari eða fórnuðu meira en nokkur annar á Íslandi. En ríkisstjórnin og menntamálaráðherra sagði að það væri hugur í kennurum og að okkur hefði tekist að halda skólastarfi að miklu leyti óskertu. Óskert er ansi sveigjanlegt hugtak hjá þessum ráðherrum, þá veit ég ekki heldur við hvaða kennara ráðherra ræddi. En það var allavega ekki við kennara í mínum skóla, eða skóla konunnar minnar eða systur minnar eða barnanna minna. Kennarar í þessum fjórum skólum þraukuðu þetta átak í fyrra en að segja að það hafi verið hugur í þeim veit ég ekkert um, eflaust einhverjum, kannski flestum en ekki öllum. En það var í fyrra, núna er komið nýtt ár og skólastarf að hefjast af nýju og nýtt afbrigði af þessari veiru. Ég ætlast ekki til að heilbrigðisráðherra fari að sinna sjúklingum sjálf, né ætlast ég til að menntamálaráðherra fari að kenna. En ég ætlast til þess að þær verði betri yfirmenn og ræði við starfsmenn sína og taki þannig ábyrgð eins og þeim ber að gera. Það á ekki að þurfa heila stétt eins og leikskólakennara að koma fram í fjölmiðlum grátbiðjandi um upplýsingar og útskýringar frá ráðherra fyrir þeim ákvörðunum sem ráðherra tekur. Ráðherra á ekki að koma fram segjast ætla að hefja samræður við kennara og útgangspunkturinn er vilji ráðherra og hlutverk kennara einfaldlega að finna leið til að framfylgja þeim vilja. Við vitum öll hversu mikilvægt það er að skólastarf haldist eðlilegt. Það er mikilvægt fyrir heilsu og velferð nemenda, fyrir kennara og fyrir atvinnulífið. En ástandið er samt ennþá í mikilli óvissu og aftur ákveða ráðherrar að kennarar séu framlínustarfsmenn sem eiga að vinna sína vinnu án mótmæla. En ég mótmæli, ég er ekki ráðherra og tala ekkert endilega fyrir hönd allra kennara eða foreldra. En ég á aðstandendur sem eru í áhættuhópum og geta veikst alvarlega. Ég veit líka að ef tugir unglinga og barna fara að veikjast þá verður umræðan allt öðruvísi. Þá mega þessir ráðherrar ekki bara koma ríðandi á hvítum hesti og ætla sér að bjarga ástandinu. Því valdið er þeirra til þess að koma í veg fyrir nákvæmlega þannig ástand og ábyrgðin þar af leiðandi líka. Ég er ekki ráðherra, ég er bara svekktur með ráðherra. Höfundur er kennari.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun