Körfubolti

NBA deildin valdi látinn leikmann í nýliðavalinu í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cade Cunningham mætir með foreldrum sínum upp á svið eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu.
Cade Cunningham mætir með foreldrum sínum upp á svið eftir að hafa verið valinn fyrstur í nýliðavalinu. AP/Corey Sipkin

Bakvörðurinn Cade Cunningham var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en Detroit Pistons tók hann númer eitt. Mjög sérstakt heiðursval vakti athygli.

Cunningham, sem er 203 sentímetrar á hæð, kemur úr Oklahoma State háskólanum og var með 20,1 stig, 6,2 fráköst og 3,5 stoðsendingar að meðaltali á eina tímabili sínu í skólanum. Hann er mjög stór bakvörður og þykir mjög spennandi leikmaður.

Það kom ekkert á óvart að Houston Rockets valdi skotbakvörðurinn Jalen Green númer tvö og að Cleveland Cavaliers tók stóra manninn Evan Mobley númer þrjú.

Toronto Raptors valdi síðan kraftframherjann Scottie Barnes og Gonzaga bakvörðurinn Jalen Suggs fór til Orlando Magic en einhverjir höfðu séð hann fara fyrr.

Golden State Warriors átti síðan tvo valrétt í fyrstu umferð en liðið tók framherjann Jonathan Kuminga frá Kongó númer sex og skotbakvörðinn Moses Moody númer fjórtán.

NBA deildin heiðraði Terrence Clarke heitinn í nótt og valdi hann í deildina. Hann var mjög efnilegur leikmaður hjá Kentucky Wildcats liðinu en lést í bílsysi fyrr á þessu ári.

Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, gerði hlé á nýliðavalinu og bauð móður, systur og bróður Terrence upp á svið. Hann fékk því þá viðurkenningu sem hann hefði án efa fengið ef hann hefði lifað.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.