Víkingar ákveða í dag hvort þeir taki sæti Kríumanna í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2021 11:41 Víkingur lenti í 2. sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili og tapaði fyrir Kríu í umspili um sæti í Olís-deildinni. víkingur Víkingar ákveða seinna í dag hvort þeir taki sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta. Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Kría staðfesti í gær að liðið yrði ekki í Olís-deild karla á næsta tímabili vegna aðstöðuleysis. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni í vor og samkvæmt reglum HSÍ býðst Víkingum að taka sæti Kríumanna í deildinni. Næst á eftir Víkingi í röðinni koma liðin sem féllu úr Olís-deildinni á síðasta tímabili, Þór og ÍR. Víkingar liggja nú undir feldi og íhuga hvort þeir eigi að þiggja sætið í Olís-deildinni. Að sögn Halls Magnússonar í stjórn handknattleiksdeildar Víkings verður ákvörðun um það tekin seinna í dag. „Við tökum væntalega ákvörðun um það í dag. Handknattleiksdeildin tekur ekki svona ákvörðun ein heldur gerum við það með aðalstjórninni,“ sagði Hallur í samtali við Vísi. „Þetta kemur seint upp. Þetta er bratt en vissulega höfðum við unnið til þess með frábærum árangri í Grill 66-deildinni þar sem fengum 32 stig og það munaði þremur sekúndum að við færum beint upp.“ Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild Aðspurður hvort það væri líklegra en ekki að Víkingar myndu spila í Olís-deildinni á næsta tímabili sagði Hallur: „Víkingur er lið sem á að vera í efstu deild. Við stefnum þangað og vorum búnir að vinna stefnumótunarvinnu þar sem við vorum með áætlun um að vera á toppnum eftir 3-4 ár. Okkar mat er að við eigum að vera þarna en þetta kemur óvænt og seint. Við verðum að ræða þetta frá öllum hliðum og taka ákvörðun í sameiningu.“ Síðast þegar Víkingur lék í Olís-deildinni, tímabilið 2017-18, komst liðið þangað eftir að KR dró lið sitt úr keppni. Víkingar enduðu þá í tólfta og neðsta sæti deildarinnar og unnu aðeins einn leik. Víkingur er fornfrægt handboltastórveldi en undanfarin aldarfjórðung hefur liðið flakkað milli efstu og næstefstu deildar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita