Sport

Biles átti ekki sinn besta dag

Valur Páll Eiríksson skrifar
Biles hefur enn möguleika á fimm Ólympíugullum. Hún vann fjögur í Ríó 2016.
Biles hefur enn möguleika á fimm Ólympíugullum. Hún vann fjögur í Ríó 2016. Amin Mohammad Jamali/Getty Images

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum.

Það segir ef til vill til um hversu hátt Biles hefur reist ránna að talað sé um slakan dag þegar hún nær framangreindum árangri. Hún er talin besta fimleikakona heims og vann til fjögurra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum.

Biles átti slaka lendingu á bæði gólfi og í stökki, sem varð þess valdandi að stig voru dregin frá Bandaríkjunum í liðakeppninni. Bandaríkin eru í öðru sæti á eftir Rússlandi eftir daginn.

Biles komst ekki í úrslit á tvíslá, sem hefur verið hennar slakasta grein. Þá fékk hún lægri einkunn á jafnvægisslá heldur en landa hennar Suni Lee.

Biles komst í úrslit í hinum fimm greinunum; gólfi, jafnvægisslá, stökki og fjölþraut. Hún fékk flest stig í heildina í dag, en aðeins rétt á undan fyrrnefndri Lee.

Biles fékk alls 57.131 stig á meðan Lee hlaut 57.166 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.