Egyptar rúlluðu yfir Portúgala á lokakaflanum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:45 Egyptar eru komnir á blað í Tókýó. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Egyptaland vann frábæran 37-31 sigur á Portúgal í fyrsta leik liðanna í B-riðli í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Egyptar stungu Portúgala af í síðari hálfleik eftir jafnan leik framan af. Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira