Egyptar rúlluðu yfir Portúgala á lokakaflanum Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2021 12:45 Egyptar eru komnir á blað í Tókýó. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Egyptaland vann frábæran 37-31 sigur á Portúgal í fyrsta leik liðanna í B-riðli í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Egyptar stungu Portúgala af í síðari hálfleik eftir jafnan leik framan af. Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Portúgal vann sér inn sæti á Ólympíuleikunum með góðum árangri á EM í fyrra þar sem liðið mætti meðal annars með Íslandi í milliriðli. Eini sigur Íslands í milliriðlinum kom gegn Portúgal en góð úrslit þeirra annars staðar kom þeim í forkeppni um sæti á Ólympíuleikunum þar sem þeir síðar tryggðu sæti sitt. Egyptar biðu þeirra í dag en þeir egypsku féllu úr leik í 8-liða úrslitum á HM á heimavelli í janúar eftir vítakeppni gegn Dönum. Danir fóru svo alla leið og urðu heimsmeistarar. Egypt start their #Tokyo2020 campaign with a confident win against Portugal, putting their first two points on the board #Olympics pic.twitter.com/s7uoIEJLmm— International Handball Federation (@ihf_info) July 24, 2021 Leikur liðanna var jafn framan af og staðan í hálfleik 15-15. Portúgal var með eins marks forystu framan af síðari hálfleik áður en Egyptar náðu yfirhöndinni leiddu með einu marki á milli þess sem Portúgalar jöfnuðu. Um hálfleikinn miðjan var staðan 25-25 en Egyptar skoruðu þá þrjú mörk í röð til að komast 28-25 yfir. Þeir bættu við forystu sína jafnt og þétt þar til þeir náðu mest sjö marka forystu, 34-27, eftir 9-2 kafla. Portúgalar sáu ekki til sólar eftir það og 37-31 sigur Egypta staðreynd. Í sama riðli vann Svíþjóð í morgun nauman 32-31 sigur á lærisveinum Arons Kristjánssonar frá Barein eftir að þeir bareinsku höfðu leitt nánast allan leikinn. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Danmerkur og Japan en japanska liðið er undir stjórn Dags Sigurðssonar. Norðmenn og Frakkar byrja á sigri Í A-riðlinum tapaði Þýskaland, sem stýrt er af Alfreð Gíslasyni, með eins marks mun 28-27 fyrir Spáni í morgun. Fyrr í nótt fóru þar fram tveir leikir. Á miðnætti hófst leikur Noregs og Brasilíu sem þeir norsku unnu með þriggja marka mun, 27-24, eftir að hafa verið 13-12 undir í hálfleik. Sander Sagosen var markahæstur Norðmanna með átta mörk. Frakkar unnu þá 33-27 sigur á Argentínu í nótt þar sem Melvyn Richardson var þeirra markahæsti maður með sjö mörk.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira