Sport

Dagskráin í dag: Golf, golf og meira golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rickie Fowler er efstur á 3M Open eftir fyrsta dag.
Rickie Fowler er efstur á 3M Open eftir fyrsta dag. Getty

Golfið verður í forgrunni á sportrásum okkar í dag, en bein útsending verður frá fjórum mótum frá morgni til kvölds.

Við byrjum daginn snemma, en bein útsending frá Evian Championship á LPGA mótaröðinni hefst klukkan 9:00 á Stöð 2 Golf.

Bein útsending frá Opna braska meistarmóti eldri kylfinga hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 11:00, og heldur áfram á Stöð 2 eSport frá klukkan 15:30.

Evróputúrinn tekur við Stöð 2 Sport 4 klukkan 14:30 þegar annar dagur Cazoo Open fer fram.

Seinasta útsending dagsins hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf þegar að annar dagur 3M Open verður spilaður. 3M open er hluti af PGA mótaröðinni.

Upplýsingar um allar beinar útsendingar dagsins, sem og næstu daga, má finna hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.