Nokkur orð um Útey Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júlí 2021 17:45 Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar