Jökullaust Okið Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun