„Ævintýri fyrir okkur fjölskylduna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 18:45 Anton Rúnarsson segist líklega hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val og heldur til Þýskalands. vísir/bára Anton Rúnarsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í handbolta, er á leið í atvinnumennsku þrátt fyrir að vera 33 ára gamall. Hann segist líkast til hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Anton var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að þeir tryggðu sér titilinn í úrslitaeinvígi við deildarmeistara Hauka. Anton fer nú út til Emsdetten en hann lék þar áður frá 2014 til 2016. „Þetta er náttúrulega bara spennandi tækifæri og gaman fyrir mig og fjölskylduna að fá að upplifa þetta aftur, þannig að þetta var eitthvað sem var erfitt að segja nei við þó maður vilji auðvitað vera áfram í Val í góðu umhverfi hér. En þetta var bara aðeins meira ævintýri fyrir okkur fjölskylduna.“ sagði Anton í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Anton skrifaði undir þriggja ára samning við Emsdetten en það er ekki á hverjum degi sem 33 ára gamall leikmaður fer í atvinnumennsku. „Nei, nei, það er alveg rétt. Ætli ég sé ekki með þeim elstu sem fara úr íslensku deildinni aftur út en eins og ég segi, maður lifir fyrir handboltann og leggur mikið í þetta. Þegar svona tækifæri koma, að fara aftur út í atvinnumennskuna og í lið sem ég spilaði í og þekki umhverfið, þá var þetta bara of spennandi til að hafna því.“ „Þetta er rosalega flott dæmi þarna úti í Þýskalandi, það er æft tvisvar á dag og bara atvinnumannalið þannig að það þarf að halda vel á spilunum og standa sig, og það ætla ég að gera.“ segir Anton. Finnst hann vera 23 ára En hvað sér Anton fyrir sér að vera lengi að? „Ég fæ þetta frá vinunum og fleirum, hvort maður fari ekki að hætta þessu, en ég er bara ennþá ungur og mér finnst ég bara vera 23 ára. Mér finnst þetta rosalega gaman og legg líf og sál í þetta, æfði eftir því í vetur og er að uppskera núna. Ég er bara 100% on og ætla mér að halda áfram í þessu.“ Anton vann áður Íslandsmeistaratitil með Val 2017 en segir titilinn í ár vera sætari þar sem hann spili líkast til ekki aftur með uppeldisfélaginu. „Ég verð eiginlega að segja það, þar sem þetta var að öllum líkindum minn síðasti leikur fyrir Val og ég ólst hérna upp. Aldrei að segja aldrei, en ég vissi það að ég þyrfti að leggja mikið í sölurnar til að ná þessu markmiði og það gekk heldur betur eftir. Liðið stóð sig frábærlega, við náðum að landa þessu saman svo þetta var extra sætt.“ segir Anton. Viðtalið við Anton má sjá að neðan. Klippa: Anton Rúnarsson úr Sportpakka 4.7.2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Anton var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir að þeir tryggðu sér titilinn í úrslitaeinvígi við deildarmeistara Hauka. Anton fer nú út til Emsdetten en hann lék þar áður frá 2014 til 2016. „Þetta er náttúrulega bara spennandi tækifæri og gaman fyrir mig og fjölskylduna að fá að upplifa þetta aftur, þannig að þetta var eitthvað sem var erfitt að segja nei við þó maður vilji auðvitað vera áfram í Val í góðu umhverfi hér. En þetta var bara aðeins meira ævintýri fyrir okkur fjölskylduna.“ sagði Anton í viðtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Anton skrifaði undir þriggja ára samning við Emsdetten en það er ekki á hverjum degi sem 33 ára gamall leikmaður fer í atvinnumennsku. „Nei, nei, það er alveg rétt. Ætli ég sé ekki með þeim elstu sem fara úr íslensku deildinni aftur út en eins og ég segi, maður lifir fyrir handboltann og leggur mikið í þetta. Þegar svona tækifæri koma, að fara aftur út í atvinnumennskuna og í lið sem ég spilaði í og þekki umhverfið, þá var þetta bara of spennandi til að hafna því.“ „Þetta er rosalega flott dæmi þarna úti í Þýskalandi, það er æft tvisvar á dag og bara atvinnumannalið þannig að það þarf að halda vel á spilunum og standa sig, og það ætla ég að gera.“ segir Anton. Finnst hann vera 23 ára En hvað sér Anton fyrir sér að vera lengi að? „Ég fæ þetta frá vinunum og fleirum, hvort maður fari ekki að hætta þessu, en ég er bara ennþá ungur og mér finnst ég bara vera 23 ára. Mér finnst þetta rosalega gaman og legg líf og sál í þetta, æfði eftir því í vetur og er að uppskera núna. Ég er bara 100% on og ætla mér að halda áfram í þessu.“ Anton vann áður Íslandsmeistaratitil með Val 2017 en segir titilinn í ár vera sætari þar sem hann spili líkast til ekki aftur með uppeldisfélaginu. „Ég verð eiginlega að segja það, þar sem þetta var að öllum líkindum minn síðasti leikur fyrir Val og ég ólst hérna upp. Aldrei að segja aldrei, en ég vissi það að ég þyrfti að leggja mikið í sölurnar til að ná þessu markmiði og það gekk heldur betur eftir. Liðið stóð sig frábærlega, við náðum að landa þessu saman svo þetta var extra sætt.“ segir Anton. Viðtalið við Anton má sjá að neðan. Klippa: Anton Rúnarsson úr Sportpakka 4.7.2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira