Handbolti

Kiel þýskur meistari og Ómar endaði marka­hæstur í deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ómar Ingi getur verið stoltur af sinni frammistöðu í vetur.
Ómar Ingi getur verið stoltur af sinni frammistöðu í vetur. Axel Heimken/Getty

Kiel er þýskur meistari í handbolta eftir jafntefli við Rhein Neckar Löwen í síðustu umferð þýska handboltans í dag. Lokatölur 25-25.

Kiel var stigi á undan Alexander Petersson og félögum í Flensburg fyrir lokaumferðina en Kiel  gerði 25-25 jafntefli við Ými Örn Gíslason og félaga í Löwen eftir dramatík.

Á sama tíma rúllaði Flensburg yfir Balingen á heimavelli, 38-26, en það dugði þó ekki til gulls. Alexander var ekki í leikmannahópi Flensburg.

Marcel Schiller, leikmaður FRISCH AUF! Göppingen, skoraði einungis sjö mörk í síðasta leiknum og náði því ekki Ómar Inga Magnússyni á toppi markaskoraralistans.

Ómar Ingi er því markahæsti leikmaðurinn og fetaði þar með í fótspor Sigurðar Sveinssonar, Guðjóns Vals Sigurðarsson og Bjarka Más Elíssonar.

Melsungen gerði 26-26 jafntefli við Stuttgart á útivelli en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×