Handbolti

Guðjón Valur og Elliði Snær misstu af sæti í efstu deild

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach eiga enn möguleika á að komast upp í efstu deild.
Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach eiga enn möguleika á að komast upp í efstu deild. EPA-EFE/URS FLUEELER

Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach misstu af sæti í efstu deild í þýska handboltanum á næsta tímabili þrátt fyrir útisigur gegn Grosswallstadt í dag. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem sigraði 33-27.

Nokkuð jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var staðan 16-14, Gummersbach í vil.

Gummersbach var alltaf skrefinu á undan, en átti í erfiðleikum með að hrista Grosswallstadt af sér. Það tókst loksins undir lok leiksins og sex marka sigur því staðreynd.

Guðjón Valur og lærisveinar hans þurftu að treysta á það að N-Lubbecke myndi tapa á heimavelli gegn Ferndorf sem situr í tólfta sæti deildarinnar. Lubbecke vann sinn leik 33-27, eins og Gummersbach, og þeir eru því á leið í þýsku úrvalsdeildina á næsta tímabili á kostnað Gummersbach
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.