Körfubolti

Hamingju­óskum rigndi yfir Þórsara: „Besta bikaraf­hending allra tíma“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gleðin var við völd í Þorlákshöfn í kvöld.
Gleðin var við völd í Þorlákshöfn í kvöld. vísir/hulda margrét

Þór Þorlákshöfn varð í gær Íslandsmeistari í fyrsta sinn er liðið hafði betur gegn Keflavík í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Þór hafði unnið tvo fyrstu leikina en Keflvíkingar svöruðu í síðasta leik í Reykjanesbæ. Einhverjir bjuggust þá við endurkomu Keflvíkinga.

Þórsarar voru ekki á sama máli og eftir jafnan fyrri hálfleik voru heimamenn í Þorlákshöfn sterkari í síðari hálfleik og kláruðu einvígið.

Lokatölurnar urðu 81-66 sigur Þórs og er því liðið Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta sinn.

Margar kveðjur bárust liðinu, þjálfarateyminu og fleirum á Twitter í gærkvöldi en hér að neðan má sjá brot af þeim.


Tengdar fréttir

Adomas Drungilas valinn verðmætasti leikmaðurinn

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla. Hann átti stórleik þegar Þórsarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×