Körfubolti

Spilar með dóttur sína á skónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dearica Hamby í leik með Las Vegas Aces liðinu í WNBA deildinni.
Dearica Hamby í leik með Las Vegas Aces liðinu í WNBA deildinni. Getty/Julio Aguilar

Bandaríska körfuboltakonan Dearica Hamby spilar með Las Vegas Aces í WNBA-deildinni en hún er mjög stolt móðir.

Skóbúnaður þessarar körfuboltakonu hefur vakið athygli. Hamby spilar nefnilega í sérhönnuðum skóm með mynd af dóttur hennar, Amayu.

Amaya kom í heiminn í febrúar 2017 en Hamby snéri aftur í WNBA deildina seinna það ár.

Hamby er nú á sínu sjöunda tímabili í deildinni og hefur alltaf spilað með sama liði þótti liðið hennar hafi breytt um nafn og borg. Það hét áður San Antonio Stars en varð að Las Vegas Aces árið 2018.

Hamby hefur verið kosin besti sjötti leikmaður WNBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil en hún er 191 sentímetra framherji.

Á tímabilinu sem er í gangi núna var hún með 11,6 stig, 6,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þrettán leikjunum.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.