Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason skrifar 22. júní 2021 08:01 Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á. Ef skoðað er í hvaða kjördæmi mest er af malarvegum kemur í ljós að það er norðurland vestra, sama kjördæmi og ár eftir ár hefur verið útundan þegar kemur að útdeilingu fjármuna til vegagerðar og viðhalds vega. Það kemur líka í ljós að viðhald malarvega hefur verið skorið svo mikið niður mörg undanfarin ár að vegir eru að verða ónýtir, sem þá þarfnast endurbygginga með mun meiri tilkostnaði en að halda þeim eðlilega við. Stjórnvöld sem stæra sig af því að vera dugleg að setja fé í vegakerfið mega ekki komast ekki upp með það að setja alla fjármunina í mjög svo takmarkaðan hluta þess, en að sleppa nánast alfarið miklu stærri hluta. Hér í mínu kjördæmi á norðurlandi vestra, nánar tiltekið í Skagafirði, eru margir malarvegir sem eiga það sameiginlegt að fá lítið og margir hverjir ekkert viðhald. Hér keyrir fólk víða um á stórgrýti burðarlags veganna þar sem á skiptast risastórir jarðfastir steinar og djúpar, krappar holur. Þó eru til mýkri vegir í firðinum, en það er þá helst þar sem ekkert burðarlag er í veginum heldur moldarjarðvegur rétt undir efsta laginu. Þess sjást ágætlega merki á vorin þegar starfsmenn Vegagerðarinnar fara um sveitirnar og setja upp skilti um þungatakmarkanir svo stærri bílar sökkvi ekki á bólakaf í vegina. Skortur margra undangenginna ára á almennilegum ofaníburði er hrópandi. Nú er það á allra vitorði að vegur sem á hefur verið sett bundið slitlag þarf margfalt minna viðhald en malarvegur og fyrstu árin líklega ekkert. Það er því löngu tímabært að ráðherra málaflokksins með stuðningi þingsins taki á sig rögg og setji stóraukið fjármagn í að setja bundið slitlag á malarvegi landsins. Ekki einasta veldur það sparnaði hjá ríkissjóði til lengri tíma, heldur ekki síður hjá okkur íbúum þessa lands sem margir hverjir búum við þessa vegi… þetta ástand. Þannig mætti koma í veg fyrir ótímabær vírslit/eyðileggingu dekkja, brotna demparagorma, stóraukið slit og skemmdir á undirvagni bílanna og lakki ásamt rúðubrotum sem eru ótrúlega algeng við þessar aðstæður. Annað viðblasandi verkefni fyrir háttvirtan samgönguráðherra sem hefur gaman af að segja frá afrekum sínum er að setja í gang endurbyggingu og viðhald eldri vega sem hafa þegar verið klæddir bundnu slitlagi. Hér í Skagafirði eru einmitt vegir af slíku tagi, en að aka eftir sumum þeirra er svipað og að skella sér í veglegan rússíbana, þvílíkar holur og stökkpallar eru í þeim. Þá er það víða þannig að máli skiptir hvort frost er eða þýða þar sem stökkpallarnir stækka þegar vetra fer og frost kemur í jörðu, en það getur verið stórhættulegt ef fólk veit ekki af slíku þegar að er komið. Nú þegar eytt hefur verið stórfé af sköttum bíleigenda í að búa til hjólreiðastíga í höfuðborginni ásamt því að niðurgreiða ferðir með almenningsvögnum hefur háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt allri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að eyða tugum þúsunda milljóna í að nýjan ofurstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Ekki að þar með sé allt upp talið því það er algjörlega ófyrirséð með framtíðar fjárútlát úr ríkiskassanum í þessa nýju hít sem líklega mun aldrei standa undir sér í rekstri. Nær hefði verið að nota þá fjármuni í betri vegtengingu landsmanna við höfuðborgina með nýrri Sundabraut ásamt því að nútímavæða vegakerfi landsins með bundnu slitlagi. Slíkt átak ætti að fara í forgang með öðrum mikilvægum verkefnum því þörfin er mikil. Til samanburðar og gamans má geta þess að það eru orðin 35 ár síðan undirritaður réði sig sem fjósamann eitt sumar í Danmörku og þá var hver einasti vegaspotti, hver einasta heimreið allsstaðar… malbikuð… það er því tímabært að taka til hendinni i þessum málaflokki. Ef undirrituðum gæfist færi á lífsleiðinni til að hafa áhrif á umbætur í þessum málum stæði ekki á því. Tökum höndum saman og gerum okkar besta til að vekja athygli allra frambjóðenda til alþingis Íslendinga á slæmri stöðu vegakerfis landsins… Dropinn holar steininn. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samgöngur Vegagerð Högni Elfar Gylfason Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga hefur mikið verið rætt um vegamál og framkvæmdir við þjóðvegi landsins. Þar hefur líklega farið fremstur í flokki háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem hreykir sér af þeim framkvæmdum sem í gangi eru í vegakerfi landsins. Ekki hvarflar að mér að draga úr nauðsyn þeirra framkvæmda sem hafnar eru eða ákveðið hefur verið að ráðast í. Hinsvegar eru það þær nauðsynlegu framkvæmdir sem EKKI er verið að sinna sem mig langar að benda á. Ef skoðað er í hvaða kjördæmi mest er af malarvegum kemur í ljós að það er norðurland vestra, sama kjördæmi og ár eftir ár hefur verið útundan þegar kemur að útdeilingu fjármuna til vegagerðar og viðhalds vega. Það kemur líka í ljós að viðhald malarvega hefur verið skorið svo mikið niður mörg undanfarin ár að vegir eru að verða ónýtir, sem þá þarfnast endurbygginga með mun meiri tilkostnaði en að halda þeim eðlilega við. Stjórnvöld sem stæra sig af því að vera dugleg að setja fé í vegakerfið mega ekki komast ekki upp með það að setja alla fjármunina í mjög svo takmarkaðan hluta þess, en að sleppa nánast alfarið miklu stærri hluta. Hér í mínu kjördæmi á norðurlandi vestra, nánar tiltekið í Skagafirði, eru margir malarvegir sem eiga það sameiginlegt að fá lítið og margir hverjir ekkert viðhald. Hér keyrir fólk víða um á stórgrýti burðarlags veganna þar sem á skiptast risastórir jarðfastir steinar og djúpar, krappar holur. Þó eru til mýkri vegir í firðinum, en það er þá helst þar sem ekkert burðarlag er í veginum heldur moldarjarðvegur rétt undir efsta laginu. Þess sjást ágætlega merki á vorin þegar starfsmenn Vegagerðarinnar fara um sveitirnar og setja upp skilti um þungatakmarkanir svo stærri bílar sökkvi ekki á bólakaf í vegina. Skortur margra undangenginna ára á almennilegum ofaníburði er hrópandi. Nú er það á allra vitorði að vegur sem á hefur verið sett bundið slitlag þarf margfalt minna viðhald en malarvegur og fyrstu árin líklega ekkert. Það er því löngu tímabært að ráðherra málaflokksins með stuðningi þingsins taki á sig rögg og setji stóraukið fjármagn í að setja bundið slitlag á malarvegi landsins. Ekki einasta veldur það sparnaði hjá ríkissjóði til lengri tíma, heldur ekki síður hjá okkur íbúum þessa lands sem margir hverjir búum við þessa vegi… þetta ástand. Þannig mætti koma í veg fyrir ótímabær vírslit/eyðileggingu dekkja, brotna demparagorma, stóraukið slit og skemmdir á undirvagni bílanna og lakki ásamt rúðubrotum sem eru ótrúlega algeng við þessar aðstæður. Annað viðblasandi verkefni fyrir háttvirtan samgönguráðherra sem hefur gaman af að segja frá afrekum sínum er að setja í gang endurbyggingu og viðhald eldri vega sem hafa þegar verið klæddir bundnu slitlagi. Hér í Skagafirði eru einmitt vegir af slíku tagi, en að aka eftir sumum þeirra er svipað og að skella sér í veglegan rússíbana, þvílíkar holur og stökkpallar eru í þeim. Þá er það víða þannig að máli skiptir hvort frost er eða þýða þar sem stökkpallarnir stækka þegar vetra fer og frost kemur í jörðu, en það getur verið stórhættulegt ef fólk veit ekki af slíku þegar að er komið. Nú þegar eytt hefur verið stórfé af sköttum bíleigenda í að búa til hjólreiðastíga í höfuðborginni ásamt því að niðurgreiða ferðir með almenningsvögnum hefur háttvirtur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ásamt allri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákveðið að eyða tugum þúsunda milljóna í að nýjan ofurstrætó á höfuðborgarsvæðinu. Ekki að þar með sé allt upp talið því það er algjörlega ófyrirséð með framtíðar fjárútlát úr ríkiskassanum í þessa nýju hít sem líklega mun aldrei standa undir sér í rekstri. Nær hefði verið að nota þá fjármuni í betri vegtengingu landsmanna við höfuðborgina með nýrri Sundabraut ásamt því að nútímavæða vegakerfi landsins með bundnu slitlagi. Slíkt átak ætti að fara í forgang með öðrum mikilvægum verkefnum því þörfin er mikil. Til samanburðar og gamans má geta þess að það eru orðin 35 ár síðan undirritaður réði sig sem fjósamann eitt sumar í Danmörku og þá var hver einasti vegaspotti, hver einasta heimreið allsstaðar… malbikuð… það er því tímabært að taka til hendinni i þessum málaflokki. Ef undirrituðum gæfist færi á lífsleiðinni til að hafa áhrif á umbætur í þessum málum stæði ekki á því. Tökum höndum saman og gerum okkar besta til að vekja athygli allra frambjóðenda til alþingis Íslendinga á slæmri stöðu vegakerfis landsins… Dropinn holar steininn. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar