Lárus hrósar Styrmi og „litáíska ljúfmenninu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 11:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, stýrði sínum mönnum til annars sigursins í röð á Keflavík. Liðið leiðir 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Stöð 2 Sport Lárus Jónsson var í settinu í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld eftir 88-83 sigur liðs hans Þórs Þorlákshafnar á Keflavík. Þór leiðir einvígið nú 2-0. „Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
„Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira