28 ára sjálfstætt starfandi kona búsett í Kópavogi – Áhugamál: Dýr, mannréttindi, pólski herinn o.fl. Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 18. júní 2021 15:00 Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Facebook Auglýsinga- og markaðsmál Skoðun: Kosningar 2021 Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er föstudagur og þú ert að skoða fréttaveituna (e. newsfeed) á Facebook síðu þinni í rólegheitum. Það er ekkert nýtt að auglýsingar birtast á fréttaveitunni þinni t.d. auglýsing um útsölu á skósíðu og þar fram eftir götunum enda ertu mikið fyrir skó. Þú hins vegar staldrar aðeins við þegar þér birtist auglýsing frá ákveðnum íslenskum stjórnmálaflokki. Þú veist sitthvað um persónusnið, þ.e. að þér birtast auglýsingar miðað við það sem þú hefur sýnt áhuga á, en þér af vitandi hefur þú ekki sýnt þessum tiltekna stjórnmálaflokki neinn áhuga. Þú hefur hvorki slegið nafni hans upp í leitarvél Google né fylgt honum á samfélagsmiðlum. Þú veltir því fyrir þér af hverju þessi tiltekna auglýsing birtist þér? Persónuupplýsingar notaðar í pólitískri herferð Það eru ekki aðeins fyrirtæki sem nota Facebook til að auglýsa sig heldur er miðilinn notaður um allan heim af stjórnmálaöflum. Frægt er nú orðið hvernig Donald Trump notaði miðilinn í sinni kosningabaráttu árið 2016 og margir sem telja að það hafi leitt til sigurs hans. Ef aðilar auglýsa í gegnum sjónvarp eða dagblöð er sama efni dreift til sundurleitra hópa. Með Facebook er hægt að notast við persónusnið (e. profiling) og örnálgun (e. microtargeting) en án þess að fara að skilgreina þessi hugtök sérstaklega er með þessari tækni hægt að afmarka markhópa og beina markaðssetningu að þeim með mjög nákvæmum hætti. Ástæðan fyrir því að hægt er að notast við þessa tækni er að við notkun okkar á Facebook látum við sjálf af hendi upplýsingar um okkur, Facebook greinir svo hegðun okkar á miðlinum og einnig eru mörg smáforrit og heimasíður sem við notumst við sem senda miðlinum upplýsingar um okkur. Samfélagsmiðilinn fylgist jafnframt með okkur þrátt fyrir að við séum ekki að notast við hann (e. Off-Facebook activity). Það er því til mjög ítarleg greining á okkur, áhugamálum okkar, hvað okkur líkar ekki við o.s.frv. Það er því vissulega mikið verðmæti fólgið í að ná til réttu aðilanna til að reyna að fá inn atkvæði. Íslenskir stjórnmálaflokkar brotlegir við lög? Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki undanskildir notkun á Facebook þegar kemur að því að auglýsa. Flokkarnir notuðu Facebook og aðra samfélagsmiðla fyrir síðustu Alþingiskosningar og munu án efa endurtaka leikinn fyrir komandi kosningar. Þeir treysta því jafnmikið og fyrirtækin á að til séu upplýsingar um okkur sem þeir geta nýtt sér í sinni kosningabaráttu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar notuðu allir flokkarnir Facebook en nýttu sér persónusniðin í mismiklu mæli. Tveir flokkar notuðust „aðeins“ við breyturnar aldur og staðsetning á meðan aðrir flokkar nýttu ítarlegri markhópagreiningu. Til að mynda valdi einn flokkurinn breyturnar 20 – 34 ára, staðsetningu, áhugamál (s.s. dýr, almenningssamgöngur, kaffihús o.fl.). Annar flokkur valdi að auki aðila sem höfðu líkað við Facebook síðu hans og einnig vini þess aðila. Stjórnmálaflokkarnir gættu sín þó ekki á að fara að persónuverndarlögum þar sem kjósendur fengu aðeins takmarkaða fræðslu um hvernig staðið var að vinnslunni en einstaklingar eiga rétt á að fá upplýsingar um af hverju tiltekin auglýsing birtist þeim, hvaða breytur er notast við o.s.frv. Það hlýtur að teljast alvarlegt að þeir sem sjá um að setja lögin brjóti svo sjálfir gegn þeim og athyglisvert að ekki sé fjallað meira um það. Af hverju skiptir þetta máli? Í fyrsta lagi þá eigum við að geta sett kröfur á þá aðila sem setja lög í landinu gæti sín á því að fara að þeim. Í öðru lagi þá vekur athygli að fyrir skemmstu birtist frétt þess efnis að stjórnmálamenn forðast að nota Facebook til að eiga í samskiptum sín á milli. Haft var eftir sjálfum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, að hún væri hrædd um öryggismál á Facebook. Þrátt fyrir þetta þá nota íslenskir stjórnmálaflokkar og einstaka stjórnmálamenn miðilinn til að auglýsa sig og sína starfsemi, vitandi það að honum er ekki treystandi fyrir okkar upplýsingum. Mætti ekki túlka þetta á þennan veg: Íslenskir stjórnmálamenn treysta ekki Facebook vegna þess að mikið er um gagnaleka og fleira. Þeir ætla samt að nota miðilinn í sína þágu til að kaupa aðgang að mögulegum kjósendum til að ná inn atkvæðum. Skýtur þetta ekki skökku við? Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Heimildir: https://www.bbc.com/news/technology-51034641 https://www.visir.is/g/20212117452d https://www.visir.is/g/20212119445d/thingmenn-a-kafi-i-appi-sem-eiginlega-enginn-veit-hvad-er https://www.personuvernd.is/urlausnir/alit-a-notkun-stjornmalasamtaka-a-samfelagsmidlum-fyrir-kosningar-til-althingis-leidbeiningar-og-tillogur-3
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun