Möguleiki Þórs lítill en felst í hröðum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 13:31 CJ Burks, Deane Williams og félagar í Keflavík hafa unnið átján leiki í röð. vísir/Hulda Margrét Til að Þór Þ. eigi möguleika gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þarf liðið að eiga sinn besta leik og vonast til að Keflvíkingar spili undir pari. Þetta segir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar. Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Fyrsti leikur Keflavíkur og Þórs hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn hefst klukkan 19:30. Það er engu logið að Keflvíkingar séu besta lið landsins um þessar mundir. Þeir unnu síðustu tólf leiki sína í Domino's deildinni og hafa unnið fyrstu sex leiki sína í úrslitakeppninni. Semsagt átján sigrar í röð. Síðasta tap Keflavíkur kom gegn Val á Hlíðarenda 12. febrúar. Þórsarar hafa komið mjög á óvart í vetur. Þeim var spáð falli en enduðu í 2. sæti Domino's deildarinnar og eru nú komnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2012. „Það sem Þórsurum hefur tekist ótrúlega vel er að fá liðin til að spila á þeim hraða sem hentar þeim. Þeir hafa náð að láta sína styrkleika skína í gegn en nú mæta þeir besta liðinu,“ sagði Einar Árni við Vísi. Keflvíkingar í sérflokki „Það hefur verið mikil umræða í allan vetur um að deildin sé sú jafnasta í lengri tíma, sem er rétt. Munurinn á milli liðanna í 2. og 12. sæti var rosalega lítill en það gleymist svolítið í umræðunni að Keflvíkingarnir eru þar fyrir utan.“ Í ljósi frábærs gengis Keflavíkur undanfarna mánuði er eðlilegt að spyrja hvort Þór eigi möguleika í úrslitaeinvíginu. „Lítinn en það er alltaf möguleiki. Menn sáu ekki endilega fyrir að þeir myndu fylgja eftir góðum árangri í deildakeppninni í úrslitakeppninni en þeir eru heldur betur búnir að sýna styrk sinn,“ sagði Einar Árni. Styrmir Snær Þrastarson spilaði vel í deildakeppninni en hefur verið enn betri í úrslitakeppninni.vísir/bára „Þórsarar þurfa ekki bara að hitta á toppleik, Keflvíkingar þurfa líka að vera frá sínu besta. Þeir eru það öflugir og maður hugsar hreinlega hvort þeir muni tapa leik.“ Þórsarar vilja spila hratt og Einar Árni býst ekki við að nein breyting verði þar á gegn Keflvíkingum. „Ég held það. Von þeirra liggur í því að þetta verði upp og niður. Það er kannski hægt að takmarka samspil Harðar [Axels Vilhjálmssonar] og [Dominykas] Milka, sem er öllum erfitt, með því að fara í einhvern djöfulgang upp og niður,“ sagði Einar Árni. Drungilas lykilmaður Keflvíkingar eru gríðarlega öflugir inni í teig þar sem þeir Milka og Deane Williams ráða ríkjum. Einar Árni segir að mikið muni mæða á eina eiginlega stóra manni Þórsara, Adomas Drungilas, í einvíginu. „Drungilas er x-faktor fyrir Þórsarana í þessu einvígi. Hann þarf að eiga frábært einvígi eftir að hafa stimplað sig út úr Stjörnueinvíginu með stæl,“ sagði Einar Árni en Drungilas tók 24 fráköst í oddaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. „Hann þarf að koma með aðra eins frammistöðu og halda í við Milka.“ Mjög sterkt fimm manna lið Einar Árni segir að ekki megi gleyma CJ Burks og Val Orra Valssyni þegar rætt er um burðarstólpana í liði Keflavíkur. „Styrkur Keflavíkur liggur í því að það er svo mikið einblínt á þríeykið og það hefur sýnt sig að þeir eru með tvo aðra feykilega öfluga leikmenn. Burks getur skorað og hans hæfileikar á því sviði eru meiri en margir halda. Hann á hrós skilið fyrir hógværð þegar kemur að því að taka til sín,“ sagði Einar Árni. Hörður Axel Vilhjálmsson hefur leikið sérlega vel fyrir Keflavík í vetur.vísir/Hulda Margrét „Svo er Valur frábær leikmaður sem hefur stigið upp þegar á hefur þurft að halda. Keflavík er með fimm leikmenn sem koma með mikið að borðinu. Þetta er ekki þannig að Þór þurfi að stoppa þennan eða hinn, eða tveggja manna leikinn milli Harðar og Milka, heldur þarf að stoppa mjög sterkt fimm manna lið,“ sagði Einar Árni og bætti við að varamenn Keflavíkur hafi einnig skilað sínu, spilað sterka vörn og sett niður skotin sín. Keflavík fór síðast í úrslit 2010 þegar liðið tapaði fyrir Snæfelli eftir oddaleik. Þór tapaði fyrir Grindavík í úrslitaeinvíginu 2012. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira