Gerendameðvirkni Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 14. júní 2021 17:30 Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar