„Finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 11:15 Bjarki Már Elísson fagnar í ótrúlegum sigri Lemgo á Kiel í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í síðustu viku. getty/Axel Heimken Bjarki Már Elísson kveðst ánægður í herbúðum Lemgo en hefur áhuga á að reyna sig á stærra sviði. Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum. Þýski handboltinn Mest lesið Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Bjarki er nýkrýndur bikarmeistari með Lemgo en hann skoraði tíu mörk á úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar. Sex þeirra komu í ævintýralegum sigri á Kiel í undanúrslitunum, 29-28. Lemgo var sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11, en vann seinni hálfleikinn með átta mörkum. Bjarki, sem er á sínu öðru tímabili með Lemgo, framlengdi samning sinn við félagið í febrúar um eitt ár. „Það er ekkert leyndarmál að mig hefur alltaf dreymt um að spila í Meistaradeildinni. Ég hef ekki enn náð því. En þar sem það var erfitt ástand í öllum handboltaheiminum og íþróttalífinu vegna kórónuveirunnar var það besta í stöðunni að framlengja allavega um eitt ár og sjá svo til,“ sagði Bjarki sem fer ekkert í felur með hann langi til að spila fyrir stærra félag. „Mig dreymir um það en það getur vel verið að ég verði hérna áfram. Ég hef ekkert ákveðið en mig langar það.“ Bjarki segir að það hafi verið mikið gæfuspor þegar hann fór frá Füchse Berlin og gekk í raðir Lemgo 2019. Hann varð markakóngur þýsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og er nú bikarmeistari. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum frá íþróttalegum sjónarmiðum, eins leiður og maður var að fara frá Berlín þar sem okkur fjölskyldunni leið frábærlega,“ sagði Bjarki sem segir að leikstíll Lemgo henti sér betur. „Sem hornamaður ertu háður öðrum leikmönnum og hjá Berlín var ég ekki í nógu stóru hlutverki. Sem hornamaður ertu dæmdur af mörkunum sem þú skorar. Þau telja og ég varð að komast í stærra hlutverk. Mér finnst ég vera einn besti hornamaðurinn í þýsku deildinni og held að ég hafi náð að sýna það síðan ég kom hingað.“ Bjarki segir að nokkur félög hafi sýnt sér áhuga. „Það var einhver möguleiki áður en ég framlengdi hérna í febrúar en ekkert sem mér fannst nógu heillandi til að fara. Ef ég ætla að fara héðan vil ég fara í algjört elítufélag,“ sagði Bjarki að lokum.
Þýski handboltinn Mest lesið Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti