Handbolti

KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið

Andri Már Eggertsson skrifar
Ágúst Þór á hliðarlínunni í dag.
Ágúst Þór á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét

Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 

„Þetta eru fyrst og fremst gríðaleg vonbrigði. Þetta var hörkuleik bæði hér og fyrir norðan. Þær áttu skilið að vera Íslandsmeistarar eftir að hafa spilað langbest í vetur," sagði Ágúst í leiks lok.

Valur tókst hvorki í deild né úrslitakeppni að vinna leik gegn KA/Þór og hrósaði Ágúst norðanstúlkum fyrir gott tímabil.

„KA/ÞÓR er með frábært lið, þetta er langbesta liðið á landinu í dag. Þær eru þolinmóðar og agaðar. Þær komast upp með að spila gríðalega langar sóknir sem við verðum að skoða vel fyrir næsta tímabil." 

Ágúst var heilt yfir ánægður með tímabilið hjá sínu liði.

„Ég get ekki flokkað þetta sem vonbrigðar tímabil. Við misstum þrjá leikmenn út, þetta hefur verið erfitt tímabil en heilt yfir er ég nokkuð sáttur með tímabilið í heild sinni." 

Ágúst endaði á að óska KA/Þór hamingju óskir með Íslandsmeistaratitilinn. 

Ágúst óskaði KA/Þór til hamingju með titilinn.Vísir/Hulda MargrétFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.