NBA dagsins: Sagðist hafa fundið fyrir Kobe þegar hann sló gamla liðið hans út Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 15:00 Devin Booker fór hamförum í Staples Center í nótt. ap/Ashley Landis Devin Booker skoraði 47 stig þegar Phoenix Suns sló Los Angeles Lakers út úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-113 sigri í sjötta leik liðanna í nótt. Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Booker var í miklu stuði í 1. leikhluta og skoraði þá 22 af 47 stigum sínum. Hann setti niður átta þriggja stiga skot í aðeins tíu tilraunum og tók auk þess ellefu fráköst í leiknum. Booker fer ekkert leynt með aðdáun sína á Kobe Bryant heitnum og eftir leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir honum í Staples Center, gamla heimavellinum hans. „Í sannleika sagt hugsaði ég um Kobe og allar samræður okkar. Um allt sem við gengum í gegnum, úrslitakeppnina og að taka skrefin þangað. Að sjá númerin hans, 8 og 24, upplýst uppi í rjáfri, það var eins og þetta lýsti á mann sjálfan. Ég veit að hann var þarna í kvöld og hann var stoltur af mér,“ sagði Booker. Í einvíginu gegn Lakers var Booker með 29,7 stig, 6,2 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hitti úr 42,9 prósent þriggja stiga skota sinna. Phoenix lenti 2-1 undir í einvíginu en vann svo fjóra leiki í röð og tryggði sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar þar sem liðið mætir Denver Nuggets sem sigraði Portland Trail Blazers, 115-126, í nótt. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem Phoenix vinnur einvígi í úrslitakeppni. Þá komst liðið í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem það tapaði, 4-2, fyrir Kobe og félögum í Lakers. Chris Paul hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum í nótt en gaf tólf stoðsendingar. Jae Crowder skoraði átján stig og Mikal Bridges og Cameron Johnson sitt hvor tíu stigin. LeBron James skoraði 29 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers. Þetta er í fyrsta sinn sem hann fellur út í 1. umferð úrslitakeppninnar á ferlinum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Lakers og Phoenix og Portland og Denver auk flottustu tilþrifa leikjanna tveggja. Klippa: NBA dagsins 4. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum