Sjáðu ótrúlega endurkomu Eyjamanna í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði markið sem tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir tókst ÍBV að koma til baka gegn FH og tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla. FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05
Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti