Handbolti

Ís­lendinga­slagur í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er bæði þjálfari Melsungen sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins.
Guðmundur Guðmundsson er bæði þjálfari Melsungen sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni sem og íslenska landsliðsins. Getty/Slavko Midzor

Melsungen, lið Guðmundar Guðmundssonar, tryggði sér sæti í úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Hannover-Burgdorf í kvöld, lokatölur 27-24.

Sigur Melsungen var nokkuð öruggur en liðið var 14-10 yfir í hálfleik og hleypti Hannover-Burgdorf í raun aldrei inn í leikinn í síðari hálfleik. Lokatölur 27-24 og lærisveinar Guðmundar á leið í bikarúrslit.

Línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson var ekki meðal markaskorara Melsungen í leiknum.

Fyrr í kvöld komst Lemgo, lið Bjarka Más Elíssonar, í úrslit eftir ótrúlegan eins marks sigur á Kiel og ljóst að það verður sannkallaður Íslendingaslagur í úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×