Skoðun

Guð­laugur Þór hlýtur lof á al­þjóða­vett­vangi

Júlíus Hafstein skrifar

Á laugardaginn kemur velur sjálfstæðisfólk í Reykjavík sjálft á lista til alþingiskosninga. Í flestum flokkum er val á framboðslista í höndum lítillar klíku en í meira en hálfa öld hefur fólkið sjálft í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík – þúsundir flokksmanna – ráðið fulltrúum sínum á Alþingi.

Þetta er mikilsvert lýðræðisafl sem þarf að nýta og tryggja þannig öfluga forystu til hagsbóta fyrir Reykvíkinga og landsmenn alla. Reykvíkingar hafa verið svo lánsamir að hafa haft um árabil í forystu einn öflugasta stjórnmálamanna þjóðarinnar, Guðlaug Þór Þórðarson. Hann hefur undanfarið kjörtímabil verið glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar á stóli utanríkisráðherra og líklega einhver öflugasti talsmaður íslenskra hagsmuna sem um getur.

Þetta mátti sjá á dögunum þegar fundur Norðurskautsráðsins var haldinn í Reykjavík en Guðlaugur hefur hlotið lof fyrir störf sín í forystu ráðsins. Aðildarríki þess sýna starfi ráðsins miklu meiri áhuga en fyrr sem sýndi sig í því að utanríkisráðherrar allra ríkjanna koma hingað til lands og þar bara vitaskuld hæst fund utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands. Íslendingar geta haft raunveruleg áhrif í alþjóðamálum og Ísland verið vettvangur stórra viðburða en þá skiptir máli að til forystu hér veljist afburðaleiðtogar. Guðlaugur Þór er slíkur leiðtogi. Ég set hann í fyrsta sæti í prófkjörinu á laugardaginn.

Höfundur er fv. sendiherra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.