Körfubolti

„Ábyggilega það besta í heimi“

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar
Guðbjörg með boltann í leiknum í kvöld.
Guðbjörg með boltann í leiknum í kvöld. vísir/bára

„Þetta er geggjuð tilfinning, þetta er ábyggilega eitt það besta í heimi,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Íslandmeistara Vals eftir þriðja sigurinn gegn Haukum.

„Nei, það er ekkert öðruvísi að vinna Hauka en hvað annað lið. Samheldnin í liðinu var lykillinn í dag, við vissum hvað við ætluðum að gera þrátt fyrir að þær voru yfir þegar ekki svo mikið var eftir.“

Haukar leiddu þegar tæpar sex mínútur voru eftir, voru þið hræddar um að þetta væri ekki að koma?

„Nei, alls ekki. Það gerði okkur meira einbeittar á að klára þetta.“

Hvað er framundan hjá þér?

„Það er sumarfrí frá vinnu og körfubolta og svo verð ég hér á næsta ári,“ sagði Guðbjörg.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.