Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 14:00 Ægir Þór Steinarsson var ánægður með sigurinn í Þorlákshöfn í gærkvöldi. S2 Sport Ægir Þór Steinarsson fór á kostum þegar Stjarnan komst í 1-0 á móti Þór Þorlákshöfn í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Honum var boðið á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir leikinn sem maður leiksins. „Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Það var risastórt að koma með yfirlýsingu í þessum fyrsta leik. Það er kærkomið að komast í 1-0. Það er ekki auðvelt að koma hingað og vinna leik. Þeir hafa verið með tak á okkur í vetur og það var því yfirlýsing frá okkur að klára þennan leik,“ sagði Ægir Þór Steinarsson. Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur. „Auðvitað pælir maður í því en svo vorum við ekki alveg með fullan hóp í þessum leikjum. Það var ágætt að komast yfir þessa hraðahindrun og vinna þá,“ sagði Ægir Þór. „Við lögðum upp með það að reyna að sýna einhvers konar stöðugleika í vörn. Þú þarft að vera ansi hreyfanlegur varnarlega og halda mönnum fyrir framan sig. Við ætluðum að frákasta betur á móti þeim en þeir eru með sautján sóknafráköst,“ sagði Ægir. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Ægir um sigur á Þór og mögulega atvinnumennsku Stjarnan var að koma úr hörku einvígi á móti Grindavík sem vannst í oddaleik. „Það kemur smá meðbyr með þessum fimmta leik heima. Það er stutt á milli leikja og við reyndum að endurspegla það í þessum leik. Við náðum því ekki alveg orkulega séð en við sýndum sérstaklega góða kafla í fjórða leikhluta,“ sagði Ægir. Kjartan Atli Kjartansson leitaði til sérfræðinga sinna Teit Örlygsson og Benedikt Guðmundsson til að fá spurningar fyrir Ægi. „Nei ég þori því ekki. Arnar var brjálaður hérna og vildi fá hann beint út í rútu,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón. Benedikt vildi fá að vita hvort að Ægir væri búinn að gefa upp möguleikann á að komast aftur út í atvinnumennsku. „Fyrir mér þá ættir þú að vera að spila í efstu deild í Þýskalandi eða í efstu deild í Frakklandi. Þú ert að spila það vel, þér líður vel og ert með sjálfstraustið í botni. Sjáum við Ægi Þór Steinarsson fara einhvern tímann aftur út,“ spurði Benedikt. „Það er klárlega markmiðið. Ég er búinn að eignast svolítið mörg börn undanfarið. Ég vil ekki kenna börnunum um en það hefur þýtt að maður hefur verið með lappirnar á jörðinni. Ég held að klárlega sé markmiðið að reyna fyrir sér hvort sem það sé á þessu ári eða næsta,“ sagði Ægir. „Pólitíska svarið er að ég reyni að einbeita mér að þessari úrslitakeppni og reyni að klára hana fyrst. Það er mikill pakki að fara út,“ sagði Ægir. Ægir er búinn að eignast þrjú börn en Hlynur Bæringsson er búinn að eignast fjögur. Benedikt spurði hvort þeir liðsfélagarnir væru í einhverri keppni. „Já, já, ég ætla að taka hann. Það eru fimm á leiðinni,“ sagði Ægir svo alvarlegur að það var ekki hægt annað en að trúa honum. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Stjarnan Þór Þorlákshöfn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira