Að vera sænskur jafnaðarmaður eða íslenskur Nanna Hermannsdóttir skrifar 30. maí 2021 12:01 Á dögunum birtist á Vísi grein Guðbrands Einarssonar, þingframbjóðanda Viðreisnar, um muninn á sænskum og íslenskum jafnaðarmönnum. Ég er í meistaranámi um norræn velferðarkerfi og því vakti titill greinarinnar áhuga minn. Ekki tók langan tíma að sjá að verið væri að tala fyrir aukinni einkavæðingu á velferðarþjónustu (1). Guðbrandur byggir grein sína eingöngu á eigin skoðunum og reynslu af því að búa í Svíþjóð fyrir nokkrum áratugum en kastar því fram sem staðreyndum. Af einhverri ástæðu virðumst við ekki gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir vísi í heimildir. Nú var ég ekki fædd þegar Guðbrandur bjó í Svíþjóð en ég bý hins vegar þar núna. Svo skemmtilega vill einnig til að ég er í þessum skrifuðu orðum að vinna í meistararitgerð sem fjallar um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á norðurlöndunum og er því ansi upplýst um hver raunveruleg staða er. Einkavæðingin í Svíþjóð Guðbrandur vill að við, Íslendingar, stígum skref í átt að aukinni markaðsvæðingu í velferðarþjónustu og virðist telja það eiga eitthvað skylt við stefnu sænskra jafnaðarmanna (s. Socialdemokraterna). Þetta er áhugavert í ljósi þess hvernig einkavæðingin í Svíþjóð kom til. Hér kemur smá sagnfræði. Jafnaðarstefnan ruddi sér rúms í Svíþjóð um aldamótin 1900 og byggist á jafnrétti, lýðræði og frelsi. Stefnan náði almennilega flugi í kjölfar kreppunnar miklu og við tók 44 ára valdatíð jafnaðarmanna. Með upprisu nýfrjálshyggjunar í kringum 1980 byrjaði að draga úr fylgi flokksins. Árið 1983 opnaði fyrsti einkarekni leikskólinn í Svíþjóð. Ári síðar voru samþykkt lög í sænska þinginu sem bönnuðu ríkisstuðning við leikskóla sem reknir eru í hagnaðarskyni (jafnaðarmenn í ríkisstjórn). Árið 1991 voru lögin frá 1984 afnumin og ári síðar voru ríkisstyrkir leyfðir til hagnaðardrifinna skóla óháð skólastigi (Moderaterna leiða ríkisstjórn hægri flokkanna) (2). Sama ár var fyrsta einkarekna heilsugæslan með opinberum stuðningi opnuð. Næsta skref var tekið með innleiðingu laga um „valfrelsi í heilbrigðisþjónustu“ á árunum 2009 og 2010 (Moderaterna leiða ríkisstjórn hægri flokkanna), sem hóf hina miklu innreið einkarekinna heilsugæsla í sænskt heilbrigðiskerfi. Stuttu síðar birtust vísbendingar um óþrifnað, slæma umönnun og rentusókn á elliheimilum samhliða háum arðgreiðslum (Carema skandallinn). Þetta hafði, og hefur enn, mikil áhrif á umræðuna um einkarekstur í sænska velferðarkerfinu. Breytingar í átt að aukinni einkavæðingu í Svíþjóð hafa því verið gerðar þegar sænskir jafnaðarmenn eru í stjórnarandstöðu. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Guðbrandur talar um að í Svíþjóð hafi verið gott upplýsingaflæði um réttindi hans. Hann hafi fengið hinar ýmsu upplýsingar beint inn um lúguna og að sumt hafi jafnvel gerst sjálfkrafa (3). Hann fullyrðir að annað hafi verið uppi á teningnum á Íslandi á sama tíma (4). Um meint upplýsingaflæði vil ég segja eftirfarandi: það eina sem hefur borist inn um lúguna hjá mér eru bæklingar frá einkafyrirtækjum sem vilja fá mig í viðskipti. Heilsugæslur að berjast um viðskipti mín og tryggingafélög að reyna að sannfæra mig um að ég sé alveg að fara að deyja. Þetta er ótrúlega ógagnsætt kerfi og umrætt upplýsingaflæði er svo „gott“ að ég veit enn ekki almennilega hvernig og hvert ég fer til læknis (þrátt fyrir að hafa reynt). Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Guðbrandur heldur því fram að „fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu [vefjist] ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins“ og að sænskir jafnaðarmenn treysti „markaðnum“ betur en íslenskir jafnaðarmenn. Hér er nú ansi frjálslega farið með staðreyndir. Raunin er sú að þetta er ansi umdeilt málefni í „fyrirheitna landinu“ en afstaða jafnaðarmanna er nokkuð skýr. Í stefnu flokksins kemur fram að þau vilji draga úr þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi og setja hertari reglur um reksturinn. Varla líður sá dagur að jafnaðarmenn í Svíþjóð skrifi ekki grein um „vinstjakt i välfärden“ (is. gróðaveiðar í velferðarþjónustu). Enn fremur vill aukinn meirihluti Svía auka takmarkanir á einkarekstri í velferðarþjónustu (heilbrigðisþjónustu, skólum og umönnun). Upplýst umræða Í stað þess að hjakka sífellt í sama farinu og skreyta umræður um einkavæðingu með orðræðu um valfrelsi og hagkvæmni er um að gera að ræða málefnið af alvöru. Sá einkarekstur sem þegar er til staðar á Íslandi er falinn í ógagnsæjum frumskógi sem lobbýistar sérgreinalækna hafa ræktað undanfarna áratugi. Svipað er uppi á teningnum í Svíþjóð. Þessi skortur á gagnsæi fyrirbyggir gagnrýna umræðu og raunverulega skoðun á þeirri hagkvæmni sem einkavæðingu heilbrigðisþjónustu er ætlað að stuðla að. Helstu áhrif fjölgunar einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð síðastliðinn áratug eru því þau að skerða lýðræðislegt eftirlit með notkun skattfjár auk þess að skila eigendum þeirra talsverðum upphæðum í eigin vasa. Samtímis hefur heilsugæslum fjölgað langmest þar sem minnst þörf er á þeim (á þéttbýlum svæðum með háar meðaltekjur), svo ekki hafa jafnaðarsjónarmið riðið feitum hesti hjá eigendum þeirra. Því er um að gera að stíga upp og svara því til hvernig forðast má sama ósætti um arðgreiðslur, rekstrarform og gæðakröfur og upp hafa komið í Svíþjóð. (1) Hinn séríslenski greinarmunur sem gerður er á einkarekstri og einkavæðingu, í þeim tilgangi að láta einkarekstur líta betur út - því það sé sko ekki einkavæðing, er ekki til umræðu hér. Einkavæðing (e. privatization) er yfirheiti og skiptist í grófum dráttum í þrjá undirflokka: eignasölu (gjarnan kallað einkavæðing í íslenskri stjórnmálaumræðu), einkaframkvæmd og einkafjármögnun (sem eru bæði einhverskonar afbrigði af því sem kallast einkarekstur í íslenskri stjórnmálaumræðu).(2) Það er gaman að segja frá því að ekkert land í heiminum fylgdi fordæmi velferðarríkisins Svíþjóðar en Svíþjóð er eina landið í heiminum sem leyfir ríkisstyrki til hagnaðardrifinna skóla.(3) Guðbrandur virðist þó vera að tala um upplýsingaflæði frá hinu opinbera og ég skil því ekki hvernig það á að vera röksemdarfærsla fyrir aukinni einkavæðingu.(4) Ath. að ekki þarf heldur að sækja sérstaklega um t.d. barnabætur á Íslandi en Guðbrandi virðist finnast óþarfi að taka það fram í samanburðinum. Höfundur er hagfræðingur og meistaranemi í norrænum velferðarkerfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist á Vísi grein Guðbrands Einarssonar, þingframbjóðanda Viðreisnar, um muninn á sænskum og íslenskum jafnaðarmönnum. Ég er í meistaranámi um norræn velferðarkerfi og því vakti titill greinarinnar áhuga minn. Ekki tók langan tíma að sjá að verið væri að tala fyrir aukinni einkavæðingu á velferðarþjónustu (1). Guðbrandur byggir grein sína eingöngu á eigin skoðunum og reynslu af því að búa í Svíþjóð fyrir nokkrum áratugum en kastar því fram sem staðreyndum. Af einhverri ástæðu virðumst við ekki gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir vísi í heimildir. Nú var ég ekki fædd þegar Guðbrandur bjó í Svíþjóð en ég bý hins vegar þar núna. Svo skemmtilega vill einnig til að ég er í þessum skrifuðu orðum að vinna í meistararitgerð sem fjallar um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á norðurlöndunum og er því ansi upplýst um hver raunveruleg staða er. Einkavæðingin í Svíþjóð Guðbrandur vill að við, Íslendingar, stígum skref í átt að aukinni markaðsvæðingu í velferðarþjónustu og virðist telja það eiga eitthvað skylt við stefnu sænskra jafnaðarmanna (s. Socialdemokraterna). Þetta er áhugavert í ljósi þess hvernig einkavæðingin í Svíþjóð kom til. Hér kemur smá sagnfræði. Jafnaðarstefnan ruddi sér rúms í Svíþjóð um aldamótin 1900 og byggist á jafnrétti, lýðræði og frelsi. Stefnan náði almennilega flugi í kjölfar kreppunnar miklu og við tók 44 ára valdatíð jafnaðarmanna. Með upprisu nýfrjálshyggjunar í kringum 1980 byrjaði að draga úr fylgi flokksins. Árið 1983 opnaði fyrsti einkarekni leikskólinn í Svíþjóð. Ári síðar voru samþykkt lög í sænska þinginu sem bönnuðu ríkisstuðning við leikskóla sem reknir eru í hagnaðarskyni (jafnaðarmenn í ríkisstjórn). Árið 1991 voru lögin frá 1984 afnumin og ári síðar voru ríkisstyrkir leyfðir til hagnaðardrifinna skóla óháð skólastigi (Moderaterna leiða ríkisstjórn hægri flokkanna) (2). Sama ár var fyrsta einkarekna heilsugæslan með opinberum stuðningi opnuð. Næsta skref var tekið með innleiðingu laga um „valfrelsi í heilbrigðisþjónustu“ á árunum 2009 og 2010 (Moderaterna leiða ríkisstjórn hægri flokkanna), sem hóf hina miklu innreið einkarekinna heilsugæsla í sænskt heilbrigðiskerfi. Stuttu síðar birtust vísbendingar um óþrifnað, slæma umönnun og rentusókn á elliheimilum samhliða háum arðgreiðslum (Carema skandallinn). Þetta hafði, og hefur enn, mikil áhrif á umræðuna um einkarekstur í sænska velferðarkerfinu. Breytingar í átt að aukinni einkavæðingu í Svíþjóð hafa því verið gerðar þegar sænskir jafnaðarmenn eru í stjórnarandstöðu. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Guðbrandur talar um að í Svíþjóð hafi verið gott upplýsingaflæði um réttindi hans. Hann hafi fengið hinar ýmsu upplýsingar beint inn um lúguna og að sumt hafi jafnvel gerst sjálfkrafa (3). Hann fullyrðir að annað hafi verið uppi á teningnum á Íslandi á sama tíma (4). Um meint upplýsingaflæði vil ég segja eftirfarandi: það eina sem hefur borist inn um lúguna hjá mér eru bæklingar frá einkafyrirtækjum sem vilja fá mig í viðskipti. Heilsugæslur að berjast um viðskipti mín og tryggingafélög að reyna að sannfæra mig um að ég sé alveg að fara að deyja. Þetta er ótrúlega ógagnsætt kerfi og umrætt upplýsingaflæði er svo „gott“ að ég veit enn ekki almennilega hvernig og hvert ég fer til læknis (þrátt fyrir að hafa reynt). Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Guðbrandur heldur því fram að „fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu [vefjist] ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins“ og að sænskir jafnaðarmenn treysti „markaðnum“ betur en íslenskir jafnaðarmenn. Hér er nú ansi frjálslega farið með staðreyndir. Raunin er sú að þetta er ansi umdeilt málefni í „fyrirheitna landinu“ en afstaða jafnaðarmanna er nokkuð skýr. Í stefnu flokksins kemur fram að þau vilji draga úr þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi og setja hertari reglur um reksturinn. Varla líður sá dagur að jafnaðarmenn í Svíþjóð skrifi ekki grein um „vinstjakt i välfärden“ (is. gróðaveiðar í velferðarþjónustu). Enn fremur vill aukinn meirihluti Svía auka takmarkanir á einkarekstri í velferðarþjónustu (heilbrigðisþjónustu, skólum og umönnun). Upplýst umræða Í stað þess að hjakka sífellt í sama farinu og skreyta umræður um einkavæðingu með orðræðu um valfrelsi og hagkvæmni er um að gera að ræða málefnið af alvöru. Sá einkarekstur sem þegar er til staðar á Íslandi er falinn í ógagnsæjum frumskógi sem lobbýistar sérgreinalækna hafa ræktað undanfarna áratugi. Svipað er uppi á teningnum í Svíþjóð. Þessi skortur á gagnsæi fyrirbyggir gagnrýna umræðu og raunverulega skoðun á þeirri hagkvæmni sem einkavæðingu heilbrigðisþjónustu er ætlað að stuðla að. Helstu áhrif fjölgunar einkarekinna heilsugæslustöðva í Svíþjóð síðastliðinn áratug eru því þau að skerða lýðræðislegt eftirlit með notkun skattfjár auk þess að skila eigendum þeirra talsverðum upphæðum í eigin vasa. Samtímis hefur heilsugæslum fjölgað langmest þar sem minnst þörf er á þeim (á þéttbýlum svæðum með háar meðaltekjur), svo ekki hafa jafnaðarsjónarmið riðið feitum hesti hjá eigendum þeirra. Því er um að gera að stíga upp og svara því til hvernig forðast má sama ósætti um arðgreiðslur, rekstrarform og gæðakröfur og upp hafa komið í Svíþjóð. (1) Hinn séríslenski greinarmunur sem gerður er á einkarekstri og einkavæðingu, í þeim tilgangi að láta einkarekstur líta betur út - því það sé sko ekki einkavæðing, er ekki til umræðu hér. Einkavæðing (e. privatization) er yfirheiti og skiptist í grófum dráttum í þrjá undirflokka: eignasölu (gjarnan kallað einkavæðing í íslenskri stjórnmálaumræðu), einkaframkvæmd og einkafjármögnun (sem eru bæði einhverskonar afbrigði af því sem kallast einkarekstur í íslenskri stjórnmálaumræðu).(2) Það er gaman að segja frá því að ekkert land í heiminum fylgdi fordæmi velferðarríkisins Svíþjóðar en Svíþjóð er eina landið í heiminum sem leyfir ríkisstyrki til hagnaðardrifinna skóla.(3) Guðbrandur virðist þó vera að tala um upplýsingaflæði frá hinu opinbera og ég skil því ekki hvernig það á að vera röksemdarfærsla fyrir aukinni einkavæðingu.(4) Ath. að ekki þarf heldur að sækja sérstaklega um t.d. barnabætur á Íslandi en Guðbrandi virðist finnast óþarfi að taka það fram í samanburðinum. Höfundur er hagfræðingur og meistaranemi í norrænum velferðarkerfum.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun